Stökk fram af brú og lést þegar hann var að fagna sigri Ruðningsleikmaðurinn Kelly Meafua lést um helgina eftir að hafa hoppað fram af brú og út í ána Tarn. Liðsfélagi hans stökk á eftir honum og reyndi að bjarga honum. Sport 9. maí 2022 08:01
Friends-leikarinn Mike Hagerty látinn Leikarinn Mike Hagerty, sem var eftir vill einna þekktastur fyrir að leika húsvörðinn Mr. Treeger í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn. Hann var 67 ára. Lífið 7. maí 2022 23:52
Söngvari Baraflokksins fallinn frá Ásgeir Jónsson tónlistarmaður, sem einkum er þekktur fyrir það að hafa verið forsöngvari hinnar sögufrægu hljómsveitar Baraflokksins frá Akureyri, er fallinn frá. Ásgeir var fæddur 22. nóvember 1962 og hefði því orðið sextugur á þessu ári. Innlent 5. maí 2022 17:17
Toddlers & Tiaras stjarnan Kailia Posey er látin Toddlers & Tiaras stjarnan Kailia Posey er látin aðeins sextán ára gömul. Þættirnir voru sýndir á TLC á árunum 2009-2013 en móðir hennar, Marcy Posey Gatterman, greindi frá andláti hennar á Facebook fyrr í vikunni. Lífið 4. maí 2022 13:30
Fyrrverandi forseti Hvíta-Rússlands látinn Stanislav Shúshkevitsj, fyrrverandi forseti Hvíta-Rússlands, er látinn, 87 ára að aldri. Erlent 4. maí 2022 09:58
Ólafur Ólafsson er látinn Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, er látinn, 93 ára að aldri. Innlent 4. maí 2022 07:51
Spinal Tap-trommarinn látinn Breski trommarinn Ric Parnell, sem fór með hlutverk trommarans Mick Shrimpton í sýndarsveitinni Spinal Tap, er látinn, 70 ára að aldri. Lífið 3. maí 2022 10:04
Naomi Judd látin Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd. Lífið 30. apríl 2022 21:41
Raiola látinn Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, er látinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum umboðsmannsins í dag. Ekki kemur fram hvert banamein hans var. Fótbolti 30. apríl 2022 14:19
Raiola segist ekki vera látinn Mino Raiola, frægasti umboðsmaður heims, segist ekki vera látinn, þvert á fréttir fjölmiðla um allan heim. Fótbolti 28. apríl 2022 11:57
Minningarathöfn í Sambíu á morgun og útför auglýst síðar Andlát Sigurðar Guðmundssonar í Sambíu þann 19. apríl bar brátt að en Sigurður var aðeins 53 ára. Til stendur að flytja hann heim til Íslands og halda útför. Reiknað er með að fjölskylda og vinir Sigurðar í Sambíu komi hingað til lands við það tilefni. Innlent 27. apríl 2022 15:09
Fyrrverandi saxófónleikari Earth, Wind & Fire látinn Andrew Woolfolk, fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar Earth, Wind & Fire, er látinn. Philip Bailey, einn söngvara hljómsveitarinnar, greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Lífið 26. apríl 2022 21:18
Elsta manneskja í heimi látin Japönsk kona sem ber titilinn elsta manneskja í heimi samkvæmt skráðum gögnum er látin 119 ára gömul. Erlent 25. apríl 2022 16:46
Nítján ára danskur unglingalandsliðsmaður látinn Danski unglingalandsliðsmaðurinn Matthias Birkkjær Pedersen er látinn en félagið hans Bjerringbro-Silkeborg greindi frá þessu á heimasíðu sinni. Handbolti 25. apríl 2022 08:00
Leifur Hauksson er látinn Útvarpsmaðurinn Leifur Hauksson er látinn, sjötugur að aldri, eftir veikindi. Innlent 24. apríl 2022 10:36
Fyrrverandi forseti Keníu látinn Mwai Kibaki, fyrrverandi forseti Afríkuríkisins Keníu, er látinn, níræður að aldri. Kibaki gegndi embætti forseta landsins á árunum 2002 til 2013. Erlent 22. apríl 2022 10:35
Cinema Paradiso-leikarinn Jacques Perrin látinn Franski leikarinn og leikstjórinn Jacques Perrin er látinn, áttatíu ára að aldri. Hann er einna helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk hins fullorðna Salvatore í myndinni Cinema Paradiso frá árinu 1988. Menning 22. apríl 2022 07:17
Sigurður Guðmundsson látinn 53 ára að aldri Sigurður Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, er látinn. Sigurður fæddist í Kaupmannahöfn þann 8. mars 1969 en bjó lengst af á Akureyri. Hann var aðeins 53 ára að aldri. Innlent 20. apríl 2022 19:18
Sonur Ronaldo lést í fæðingu Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo greindi frá því nú rétt í þessu að sonur hans sem átti að koma í heiminn í dag hafi ekki lifað fæðinguna af. Fótbolti 18. apríl 2022 18:34
Liz Sheridan er látin Leikkonan Liz Sheridan, sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, er látin, 93 ára að aldri. Lífið 16. apríl 2022 09:02
Leikjahæsti leikmaður Kólumbíu á HM látinn eftir bílslys Freddy Rincon, fyrrverandi fyrirliði kólumbíska landsliðsins í fótbolta, er látinn aðeins 55 ára að aldri. Fótbolti 14. apríl 2022 12:46
Grínistinn Gilbert Gottfried látinn Gilbert Gottfried er látinn aðeins 67 ára að aldri. Hann var af mörgum talinn goðsögn í grínbransanum vestanhafs. Gottfried var einnig þekktur fyrir að tala inn á teiknimyndir og þekkja eflaust margir túlkun hans á fuglinum Iago í teiknimyndinni um Aladdín. Lífið 12. apríl 2022 19:57
Íslensk frelsishetja fallin frá Davíð Scheving Thorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og iðnrekandi er allur 92 ára að aldri en hann andaðist á föstudaginn. Innlent 11. apríl 2022 13:15
Handboltamaður látinn eftir árás fyrir utan næturklúbb Króatíski handboltamaðurinn Denis Tot lést á föstudag eftir árás fyrir utan skemmtistað í Skopje í Norður-Makedóníu. Handbolti 11. apríl 2022 09:30
Leikstjórnandi Steelers lést í umferðarslysi Dwayne Haskins, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers í NFL deildinni, lést í gærmorgun þegar hann var fyrir vörubíl á hraðbraut í suður Flórída. Sport 10. apríl 2022 18:13
Bjarni Tryggvason geimfari er látinn Bjarni Valdimar Tryggvason geimfari er látinn, 76 ára að aldri. Kanadíski geimfarinn Chris Hadfield greindi frá andláti hans á Twitter í dag. Innlent 6. apríl 2022 19:44
Vladimír Sjírínovskí látinn af völdum Covid-19 Rússneski stjórnmálamaðurinn og öfgaþjóðernissinninn Vladimír Sjírínovskí er látinn, 75 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19 og hafði legið inni á sjúkrahúsi vegna veikindanna um margra vikna skeið. Erlent 6. apríl 2022 11:13
Elín Pálmadóttir er látin Elín Pálmadóttir blaðamaður er látin, 95 ára að aldri. Hún hóf störf sem blaðamaður á Vikunni en var svo ráðin til starfa á Morgunblaðinu árið 1958 þar sem hún starfaði til 1997 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Innlent 4. apríl 2022 10:57
Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. Lífið 3. apríl 2022 09:46
Ljósmyndarinn Patrick Demarchelier fallinn frá Franski tískuljósmyndarinn Patrick Demarchelier er látinn, 78 ára að aldri. Tíska og hönnun 1. apríl 2022 13:34