Lífið

Trommari Earth, Wind & Fire látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Fred White mundar kjuðana á tónleikum í Amsterdam árið 1979.
Fred White mundar kjuðana á tónleikum í Amsterdam árið 1979. Getty

Hinn bandaríski Fred White, fyrrverandi trommari sveitarinnar Earth, Wind & Fire, er látinn, 67 ára að aldri.

White þótti mikið efni á trommum sem barn og gekk snemma til liðs við sveitina sem bróðir hans, Maurice White, stofnaði árið 1969.

Bassaleikarinn Verdine White, annar bróðir Fred, minnist bróður síns og segir hann hafa verið „magnaðan og hæfileikaríkan“ og að hann væri nú að „tromma með englunum“.

Fred White gekk til liðs við Earth, Wind & Fire árið 1974 og átti sveitin ýmsa smelli á borð við September og Boogie Wonderland. Sveitin gaf út plötuna That's the Way of the World árið 1975 sem átti eftir að verða ein mest selda plana sögunnar, en hún seldist í rúmlega 90 milljónum eintaka.

Sveitin vann til sex Grammy-verðlauna og fjögurra verðlauna á Bandarísku tónlistarverðlaununum. Þá var sveitin tekin inn í Fræðarhöll rokksins árið 2000.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×