Trommari Modest Mouse látinn eftir glímu við krabbamein Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2023 09:23 Jeremiah Green á sviði með Modest Mouse í Kaliforníu í maí í fyrra. Vísir/EPA Jeremiah Green, trommuleikari bandarísku indírokksveitarinnar Modest Mouse, er látinn, aðeins 45 ára að aldri. Aðeins liðu örfáir dagar á milli þess að sveitin greindi frá því að Green glímdi við krabbamein þar til hann lést. Green var einn af stofnendum Modest Mouse í Issaquah í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna á 10. áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru „Float on“ og „Dashboard“. Sveitin gaf síðast út plötuna „The Golden Casket“ árið 2021, þá fyrstu í sex ár. Fjölskylda Green sagði að banamein hans hefði verið krabbamein en móðir hans greindi frá því um jólin að hann væri með fjórða stigs mein. Hljómsveitin sagði á Instagram-síðu sinni að Green hefði „lagst til hvílu og einfaldlega fjarað út“ á gamlársdag. Isaac Brock, söngvari sveitarinnar, hafði fyrst greint frá veikindum Green aðeins þremur dögum áður. View this post on Instagram A post shared by Modest Mouse (@modestmouse) New York Times segir að Green hafi lýst Johnny Marr, gítarleikara og lagahöfundi bresku sveitarinnar The Smiths, sem einni helstu fyrirmynd sinni í tónlistinni. Marr, sem spilaði um tíma með Modest Mouse, sagði að Green hefði verið „vinur, hljómsveitarfélagi og sköpunarglaðasti tónlistarmaður sem hann hefði kynnst“ í eftirmælum um hann á Twitter. The great Jeremiah Green. My friend, bandmate, and the most creative musician I ever met. pic.twitter.com/38u5Aq0wGB— Johnny Marr (@Johnny_Marr) January 1, 2023 Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Green var einn af stofnendum Modest Mouse í Issaquah í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna á 10. áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru „Float on“ og „Dashboard“. Sveitin gaf síðast út plötuna „The Golden Casket“ árið 2021, þá fyrstu í sex ár. Fjölskylda Green sagði að banamein hans hefði verið krabbamein en móðir hans greindi frá því um jólin að hann væri með fjórða stigs mein. Hljómsveitin sagði á Instagram-síðu sinni að Green hefði „lagst til hvílu og einfaldlega fjarað út“ á gamlársdag. Isaac Brock, söngvari sveitarinnar, hafði fyrst greint frá veikindum Green aðeins þremur dögum áður. View this post on Instagram A post shared by Modest Mouse (@modestmouse) New York Times segir að Green hafi lýst Johnny Marr, gítarleikara og lagahöfundi bresku sveitarinnar The Smiths, sem einni helstu fyrirmynd sinni í tónlistinni. Marr, sem spilaði um tíma með Modest Mouse, sagði að Green hefði verið „vinur, hljómsveitarfélagi og sköpunarglaðasti tónlistarmaður sem hann hefði kynnst“ í eftirmælum um hann á Twitter. The great Jeremiah Green. My friend, bandmate, and the most creative musician I ever met. pic.twitter.com/38u5Aq0wGB— Johnny Marr (@Johnny_Marr) January 1, 2023
Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“