Fleiri fréttir

Norski olíusjóðurinn eykur hlutabréfakaup

Knut Kjær forstjóri Norska olíusjóðsins tilkynnti í vikunni að sjóðurinn myndi auka hlutabréfakaup um 50 prósent. Knut sagði á ráðstefnu ABP lífeyrissjóðsins í Hollandi að hlutdeild sjóðsins í hlutabréfum yrði aukin úr 40 í 60 prósent af eignum.

Fjárhagsstaða breskra heimila batnar

Fjárhagsleg staða heimila í Bretlandi hefur batnað um meira en helming á síðustu 10 árum. Ástæðuna má aðallega rekja til hækkandi húsnæðisverðs. Eftir að búið var að taka tillit til skulda heimilanna í lok síðasta árs voru eignir breskra heimila 803 þúsund billjónir íslenskra króna.

Frakki verður framkvæmdastjóri Alþljóðagjaldeyrissjóðsins

Dominique Strauss-Kahn hefur verið tilnefndur nýr framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búist hafði verið við því að þessi fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka og jafnaðarmaður í flrönskum stjórnmálum fengi stöðuna.

Hagnaður JJB Sports dregst saman

Sportvöruverslanakeðjan JJB Sports skilaði 38,3% minni hagnaði á fyrri hluta rekstrarársins en á sama tímabili í fyrra. Félagið, sem rekur 420 verslanir á Bretlandseyjum, hagnaðist um 11,2 milljónir punda fyrir skatta, sem svarar til 1,4 milljarða króna, samanborið við 18,2 milljónir punda árið 2006. JJB Sports er 30% í eigu Exista og forstjórans Chris Ronnie.

Risasjónvarp á átta milljónir

Eitt stærsta háskerpusjónvarp heims, 103 tommu plasmaflatskjár frá Panasonic, er til sýnis í verslun Sense í Kópavogi þessa dagana. Sjónvarpið er í eigu tækjaleigu Nýherja, en þrjú tæki hafa verið pöntuð til landsins til að setja í almenna sölu. Verðið er ekki fyrir alla, 7.990.000 krónur.

Langflestir kaupa flugmiða í gegnum netið

Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express.

Þúsund milljarðar króna í lán

Stjórnendur enska bankans Northern Rock hafa tekið alls um 1000 milljarða króna í lán frá Seðlabanka Englands til að bregðast við lausafjárskorti. Í síðustu viku tók bankinn lán upp á 650 milljarða króna.

Lækkun í Japan

Verð á hlutabréfum lækkuðu á hlutabréfamörkuðum í Japan í dag. Hlutabréf í ljósmyndaframleiðslufyrirtækinu Canon hækkuðu hins vegar um 2,6 prósent.

Hlutabréf lækka í Bretlandi

Hlutabréf í Bretlandi lækkuðu í verði við opnun markaða í morgun. Áhyggjur fjárfesta af hækkandi olíuverði skýrir lækkunina að mati sérfræðinga.

Miklar hækkanir í Asíu

Miklar hækkanir urðu á hlutabréfaverði á mörkuðum í Asíu í morgun. Við lokun markaða hafði MSCI vísitalan hækkað um 1,7 prósent.

Hækkanir á hlutabréfum í Evrópu

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Bankar og olíufyrirtæki hafa hækkað mest í verði.

Óttast hækkandi stýrvexti

Samtök iðnaðarins í Noregi hafa miklar áhyggjur af því að norski seðlabankinn muni í dag hækka stýrivexti um 0,25 prósent þannig að þeir verði fimm prósent.

Slagurinn um OMX tvöfaldar verðmætið

Hlutabréf í OMX-kauphallarsamstæðunni hafa hækkað um 115% á árinu vegna baráttu um yfirráð yfir henni. Nasdaq-hlutabréfamarkaðurinn og Borse Dubai hækkuðu í dag tilboð sitt í OMX, sem rekur sjö kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum, um 15%, úr 230 sænskum krónum á hlut í 265. Tilboðið hljóðar upp á 305 milljarða króna og nýtur stuðnings stjórnenda OMX.

Lækkanir í London

Hlutabréf í Bretlandi féllu í verði þegar markaðir opnuðu þar í landi í morgun. Um hádegi hafði FTSE 100 vísitalan fallið um 0,9 prósent og var 6.405,3 stig.

Verkfall lamar GM

Starfsemi í bílaverksmiðjum GM í Bandaríkjunum liggur nú niðri eftir að verkalýðsfélagið UAW boðaði til allsherjarverkfalls. Verkfall UAW, eða United Auto Workers, nær til rúmlega 70.000 starfsmanna GM. Verkfallið kemur í kjölfar þess að kjarasamningaviðræður sigldu í strand um helgina.

Kaldur vetur þýðir 100 dollara olíuverð

Merill Lynch telur að verð á olíutunnu geti fljótlega náð 100 dollurum, einkum ef vetrarbyrjun verður kaldari en venjulega. Og fjármálafyrirtækið telur jafnframt að meiri líkur séu á að tunnan nái 100 dollurum en að verð hennar falli í 60 dollara.

Evran dýr í dollurum

Gengi evru sló enn eitt metið gagnvart bandaríkjadal í dag en gjáin á milli þeirra hefur aldrei verið meiri. Helstu skýringarnar felast í styrkingu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og veikingu bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Brown lofar seðlabankastjórann

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, lofar frammistöðu Mervyns King, seðlabankastjóra í Englandi vegna viðbragða hans við áfallinu í tengslum við Northern Rock bankann.

Gengisþróun ógnar starfsemi Airbus verksmiðjunnar

Airbus verksmiðjurnar gætu þurft að skera meira niður í rekstri sínum ef gengi evrunnar verður áfram eins sterkt og það hefur verið að undanförnu. Þá segir Fabrice Bregier yfirmanni hjá Airbus að fyrirtækið þyrfti hugsanlega að kaupa meiri birgðir á Bandaríkjamarkaði en áður hefur verið. Hlutfall birgða sem nú eru keyptar á Bandaríkjamarkaði nema um 50%. Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal var í algjöru hámarki í gær, en þá var verðið á evrunni $1,42.

Airbus: Sterkt gengi evru til vandræða

Stjórnendur evrópsku flugvélasmiðjunnar Airbus óttast að sterkt gengi evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum nú um stundir geti valdið því að fyrirtækið neyðist til að grípa til frekari uppsagna til að hagræða í rekstrinum.

Northern Rock hafnaði milljarðaláni

Stjórnendum breska fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock bauðst að fá lán upp á hálfan milljarð punda, jafnvirði 63,5 milljarða íslenskra króna, frá bandaríska fjárfestingabankanum JPMorgan seint í júlí. Þeir tóku því ekki. Breskir fjölmiðlar segja að hefðu stjórnendurnir gert það hefði bankinn ekki staðið frammi fyrir sama vanda og hann gerir í dag.

Dalurinn á ný í sögulegu lágmarki gagnvart evru

Gengi evru fór enn í methæðir gagnvart bandaríkjadal í dag en munurinn á gengi myntanna hefur aldrei verið lægra. Gengi dals hefur lækkað nokkuð síðustu daga, ekki síst eftir að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um 50 punkta á þriðjudag. Dalurinn kostaði jafn mikið og kanadískur dalur í gær en slíkt hefur ekki gerst í rúm þrjátíu ár.

Enn eitt olíuverðsmet

Verð á olíutunnu fór upp í 83 dollara í Bandaríkjunum í gær, sem er enn eitt met í dollurum talið.

Deutsche Bank í krísu vegna óróleikans

Þýski bankinn Deutsche Bank hefur tilkynnt að hann muni þurfa að færa verðmæti fjármögnunarsamninga niður um allt að 625 milljónir evra, jafnvirði tæpra 56 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi vegna mistaka sem bankinn gerði á uppgangstímum á fjármálamörkuðum sem lauk með lánsfjárkreppu í síðustu mánuðum.

Spáir stýrivaxtalækkun snemma á næsta ári

Styrking evru gagnvart bandaríkjadal veldur því að evrópski seðlabankinn verði að breyta um stefnu og lækka stýrivexti. Þetta segir sérfræðingurinn Austin Hughes, hjá írska bankanum IIB. Gengi evru hefur haldið verið jafn sterk gagnvart bandaríkjadal og nú um stundir.

Samdrátturinn gæti haldið áfram

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist eftir yfirheyrslu fyrir fjárlaganefnd bandaríska þingsins í dag, að hann teldi hræringar á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánamarkaði ekki að baki. Það hafi hins vegar verið rétt ákvörðun bankastjórnarinnar að lækka stýrivexti og setja fé inn í efnahagslífið til að auðvelda aðgengi að fjármagni.

Afkoma Goldman Sachs umfram spár

Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum.

Hagnaður Bear Stearns dróst saman um 61 prósent

Hagnaður bandaríska fjárfestingabankans Bear Stearns nam 171,3 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 10,8 milljarða íslenskra króna, á þriðja rekstrarfjórðungi ársins. Þetta er 61 prósenti minni hagnaður en á sama tíma í fyrra og skrifast að mestu vegna samdráttar á lánamarkaði með annars flokks fasteignalán í Bandaríkjunum og óróleika á fjármálamörkuðum.

Breski seðlabankinn gagnrýndur fyrir sein viðbrögð

Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, sagði fyrir breskri þingnefnd í dag, að lög í Bretlandi og innan Evrópusambandsins, hafi komið í veg fyrir að bankinn hefði getað beitt sér fyrir því að koma bönkum og fjármálafyrirtækjum á borð við Norther Rock til bjargar strax þegar óróleika varð vart á fjármálamörkuðum í sumar. Gengi bréfa í Nothern Rock, sem er með stærstu fasteignalánafyrirtækjum í Bretlandi, hefur fallið um heil 82 prósent síðan í lok febrúar.

Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru

Gengi bandaríkjadals fór í sögulegt lágmark gagnvart evru í dag í kjölfar 50 punkta lækkunar á stýrivöxtum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Þá hefur gengi evru styrkst eftir að evrópski seðlabankinn gaf í skyn að stýrivextir hækki á evrusvæðinu á næstu mánuðum.

Nasdaq kaupir OMX-samstæðuna

Nasdaq hefur gert samkomulag við kauphöllina í Dubaí sem felur í sér að Nasdaq kaupir samnorrænu OMX-kauphallarsamstæðuna. Kauphöllin í Dubaí mun eiga fimmtung í sameinuðum kauphöllum auk þess að fá 28 prósenta hlut Nasdaq í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE). Lokað var fyrir viðskipti með bréf í OMX í gær.

Belgía til sölu á eBay

Uppboðsfyrirtækið eBay hefur tekið óvenjulegan hlut úr sölu á vefsíðu sinni en það var ríkið Belgía í heild sinni. Það var blaðamaðurinn Gerrit Six sem setti land sitt til sölu á eBay en með því vildi hann mótmæla því að enn hefur ekki verið mynduð ný ríkisstjórn í landinu þótt að um 100 dagar séu liðnir frá síðustu kosningum.

Hlutabréf hækka í Evrópu

Miklar hækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag. Hafa hækkanirnar ekki verið meiri í sex vikur. Alls hækkaði samevrópska FTSEurofirst 300 vísitalan um 2,61 prósent.

Fríblöðin dönsku plumma sig

Samkvæmt tölum frá TNS Gallup í Danmörku plumma fríblöðin, þar með talið Nyhedsavisen, sig mun betur en reiknað hafði verið með. Þessum blöðum var annars spáð snemmbærri gröf í fyrra. Greint er frá því í blaðinu Journalisten að á fyrri helming ársins hafi tekjur Nyhedsavisen náð rúmlega 300 milljónum kr.

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Bankastjórn japanska seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Fjármálasérfræðingar gerðu flestir hverjir ráð fyrir þessari niðurstöðu vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þetta er sjöundi mánuðurinn í röð sem seðlabankinn heldur vöxtunum óbreyttum eftir að hafa hækkað þá einungis tvisvar frá árinu 2000.

Vísitölur taka stökkið á Evrópumörkuðum

Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað á fjármálamörkuðum í dag eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti í gær meira en vongóðust fjármálasérfræðingar þorðu að vona. Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan hækkaði um heil 3,67 prósent við lokun markaðar í Tókýó í morgun. Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa í dag hækkað um og yfir tvö prósent í dag.

Óvænt lækkun stýrivaxta

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti sína í gær um 50 púnkta eða úr 5,25% og niður í 4,75%. Þetta er mun meiri lækkun en gert hafði verið ráð fyrir og markaðir í Bandaríkjunum og víðar tóku töluverðann kipp upp á við þegar ákvörðnin lá fyrir. Hækkaði vísitala þeirra um allt að 4%

Miklar hækkanir á bandarískum hlutabréfamörkuðum

Hlutabréf á bandarískum mörkuðum hækkuðu verulega í dag eftir að bandaríski seðlabankinn tilkynnti um 0,5 prósenta stýrivaxtalækkun. Alls hækkaði Dow Jones vísitalan um 2,51 prósent í dag.

Bandaríkjamenn lækka stýrivexti

Bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynnti í dag 50 punkta stýrivaxtalækkun. Lækkunin er meiri en flestir sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Eftir lækkunina eru stýrivextir 4,75 prósent í Bandaríkjunum.

Fasteignahruni spáð í Bretlandi

Royal Institution of Chartered Surveyors í Bretlandi spáir því nú að Bretar horfi fram á svipað hrun á fasteignamarkaðinum þar í landi og gerðist í upphafi síðasta áratugar. Þetta kemur í framhaldi af þeim orðun Alan Greenspan fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna um að Bretar standi frammi fyrir meiri vanda en gerðist á bandaríska fasteignamarkaðinum nýlega. Greenspan lét þau orð falla í samtali við The Daily Telegraph í gærdag.

Evran í stað dollars

Alan Greenspan fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir að svo geti farið að evran komi í staðinn fyrir dollarann í gjaldeyrisvarasjóðum ríkja. Við árslok 2006 voru 66% gjaldeyrisvarasjóða heimsins í dollurum á móti 25% í evrum.

Sjá næstu 50 fréttir