Viðskipti erlent

Miklar hækkanir í Asíu

MYND/AFP

Miklar hækkanir urðu á hlutabréfaverði á mörkuðum í Asíu í morgun. Við lokun markaða hafði MSCI vísitalan hækkað um 1,7 prósent.

Japanska Nikkei vísitalan hækkaði um 2,4 prósent og Hang Seng vísitalan um 2,2 prósent. Þá hækkuðu hlutabréf á mörkuðum í Ástralíu að meðaltali um 0,9 prósent.

Hlutabréf í Hitachi hækkuðu um 7,6 prósent og hafa þau ekki hækkað meira á einum degi síðan árið 2003. Þá hækkuðu hlutabréf í Sony Corp um 3 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×