Viðskipti erlent

Óttast hækkandi stýrvexti

Aker brygge í Osló.
Aker brygge í Osló.

Samtök iðnaðarins í Noregi hafa miklar áhyggjur af því að norski seðlabankinn muni í dag hækka stýrivexti um 0,25 prósent þannig að þeir verði fimm prósent.

Vextirnir eru þegar einu prósenti yfir meðaltali í Evrópusambandinu og að mati Samtaka iðnaðarins í Noregi mun frekari hækkun stuðla enn frekar að óeðlilega háu gegni norsku krónunnar. Það muni svo draga kraft úr útflutningsgreinunum, sem aftur auki ativnnuleysi.

Stýrivextir hér á landi eru 14,25 prósent, sem veldur of háu gengi krónunnar, að mati útflutningsgreinanna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×