Viðskipti erlent

Hagnaður Bear Stearns dróst saman um 61 prósent

Fyrir utan banka Bear Stearns, sem horfði upp á mikinn samdrátt í hagnaði sínum vegna óróleika á fasteignalánamarkaði.
Fyrir utan banka Bear Stearns, sem horfði upp á mikinn samdrátt í hagnaði sínum vegna óróleika á fasteignalánamarkaði. Mynd/AFP

Hagnaður bandaríska fjárfestingabankans Bear Stearns nam 171,3 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 10,8 milljarða íslenskra króna, á þriðja rekstrarfjórðungi ársins. Þetta er 61 prósenti minni hagnaður en á sama tíma í fyrra og skrifast að mestu vegna samdráttar á lánamarkaði með annars flokks fasteignalán í Bandaríkjunum og óróleika á fjármálamörkuðum.

Fjármálastofnanir í Bandaríkjunum hafa komið betur inn í haustið en svartsýnustu spár hljóðuðu upp á. Afkoma Bear Sterns er hins vegar sú langversta en viðlíka tap hefur ekki sést í bókum bankans síðan í ágúst fyrir níu árum.

Bankinn er jafnframt sá fyrsti vestanhafs til að gangast við því að hann hafi verið berskjaldaður fyrir hræringum á fjármálamarkaði vegna mikilla vanskila á fasteignalánum. Meðal annars hefur verið skrúfað fyrir tvo af vogunarsjóðum bankans sökum lausafjárþurrðar. Litlar líkur eru að þeir sem áttu fé í honum fái það greitt til baka.

Hinir stóru bandarísku bankarnir eru Lehman Brothers og Morgan Stanley, en afkoma þeirra var skárri en spáð var. Hagnaður Lehman dróst saman um þrjú prósent en hins um 17 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×