Viðskipti erlent

Óvænt lækkun stýrivaxta

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti sína í gær um 50 púnkta eða úr 5,25% og niður í 4,75%. Þetta er mun meiri lækkun en gert hafði verið ráð fyrir og markaðir í Bandaríkjunum og víðar tóku töluverðann kipp upp á við þegar ákvörðnin lá fyrir. Hækkaði vísitala þeirra um allt að 4%.

Seðlabankinn segir m.a. að með þesari ákvörðun sé verið að bregðast við þeim fjármálavandræðum sem verið hafa í Bandaríkjunum meðal annars vegna hrunsins á íbúðalánamarkaðinum þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×