Fleiri fréttir

Northern Rock fellur mikið í morgun

Hlutafé í breska bankanum Northern Rock hrapaði við opnun kauphallarinnar í London í morgun. Á aðeins 20 mínútum eftir opnun hafði hluturinn í bankanum fallið um 34% og stóð í 290 pensum.

Úrskurður í deilu Microsoft og ESB á morgun

Dómstóll á vegum Evrópusambandsins kveður upp úrskurð á morgun um það hvort bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sviði stýrikerfa.

Tóku út 260 milljarða á tveimur dögum

Viðskiptavinir Northern Rock bankans í Bretlandi hafa tekið út sem samsvarar um 260 milljörðum króna út úr bankanum á síðustu tveimur dögum vegna frétta af erfiðleikum bankans. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Greenspan gagnrýnir Bush fyrir óráðsíu

Alan Greespan, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, vandar George Bush ekki kveðjurnar í nýrri bók um efnahagsmál. Sakar hann forsetann um óráðsíu við fjárlagagerð og að það hafi leitt til aukins halla á rekstri ríkissjóðs.

Sænsk stjórnvöld hækka skatta á tóbak

Sænsk stjórnvöld hyggjast hækka skatta á tóbak á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt hefur verið fram. Breytingarnar þýða að sígarettupakkinn hækkar um 15 krónur íslenskar og nef- og munntóbaksdósin á bilinu 27-50 krónur.

Óttast að tapa innistæðum sínum

Felmtri slegnir viðskiptavinir Northern Rock bankans Í Bretlandi streyma í útibú bankans til að taka út innistæður sínar eftir að bankinn fékk neyðarlán hjá Seðlabanka Englands í gær.

Kínverjar hækka stýrivexti

Kínverski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 27 punkta í dag með það fyrir augum að draga úr verðbólgu, sem mædlist 6,5 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í 11 ár. Vextirnir standa nú í 7,29 prósentum. Þetta er fimmta stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Greinendur bjuggust almennt við hækkuninni.

Segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér

Stríðið gegn tölvuglæpum hefur breyst. Vírusar og önnur óværa eru ekki lengur búin til af skemmdarfúsum unglingum heldur glæpamönnum með hreinan gróða í huga. Tölvuglæpabransinn er talinn velta meira en fimm hundruð milljörðum króna á hverju ári. Eva Chen, forstjóri tölvuöryggis- fyrirtækisins Trend Micro, segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér.

Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða vestanhafs í kjölfar talna um vöxt í smásöluverslun þar í landi í ágúst. Tölurnar ollu fjárfestum nokkrum vonbrigðum. Smásöluverslu jókst um 0,3 prósent en vonast var til að hann yrði helmingi meiri. Aukin bílasala í síðasta mánuði miðað við síðasta ár vegur hins vegar á móti.

Vöxtur í smásöluverslun undir spám

Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Til samanburðar nemur aukningin 0,5 prósentum í júlí. Þetta er nokkru undir væntingum greinenda, sem telja að samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs hafi snert meira við einkaneyslu en talið hefur verið.

Hlutabréf lækka í Evrópu

Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag þrátt fyrir ágæta hækkun í Bandaríkjunum í gærkvöldi og væna hækkun í Japan í morgun. Ljóst er að óróleiki á fjármálamarkaði bítur enn í fasteignalánafyrirtæki. Skýringin fyrir lækkuninni í Bretlandi liggur í því að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins nýtti sér neyðarlán frá Englandsbanka. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í framhaldinu og gengi bréfa þess hrundi.

Fjárfestar glaðir á Wall Street

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir að Countrywide Financial, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, greindi frá því að það hefði tryggt sér fjármögnun upp á 12 milljarða dala, jafnvirði 767 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í skyndibitakeðjunni McDonald's og bílaframleiðandanum General Motors rauk í methæðir.

Englandsbanki veitir fé inn á markaðinn

Englandsbanki veitti 4,4 milljörðum punda, jafnvirði 571 milljarðs íslenskra króna, inn í breskt efnahagslíf í dag í því augnamiði að veita fjármálafyrirtækjum ódýrara fjármagn en gengur og gerist til að draga úr óróleika á fjármálamarkaði. Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, lagði áherslu á það í ræðu sinni í gær að bankinn ætli ekki að bjarga fjármálafyrirtækjum sem hafi lent illa í óróleikanum.

Óróleikinn fjármálafyrirtækjum að kenna

Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum geta kennt sér sjálf um skellinn sem þau hafa orðið fyrir síðustu vikurnar. Þetta segir Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir fyrirtækin hafa sýnt óábyrgar lánveitingar og telur að vegna viðskipta þeirra muni það taka undirmálslánamarkaðinn allt upp undir tvö ár að jafna sig.

Alcatel-Lucent í vandræðum

Gengi bréfa í fransk-bandaríska símtækjaframleiðandanum Alcatel-Lucent féll um rúm níu prósent á hlutabréfamarkaði í dag eftir að fyrirtækið sagðist gera ráð fyrir talsvert verri afkomu en horfur voru á vegna minni tekna og erfiðleika við samruna Alcatel við Lucent.

Rannsaka innherjasvik í Carnegie

Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur einn starfsmann sænska fjárfestingabankans Carnegie í haldi vegna innherjasvika. Sænska blaðið Dagbladet segir hrinu innherjasvika í landinu beinast að litlum hópi manna í sænsku fjármálalífi. Innhverjasvikin hafa komið harkalega niður á gengi bréfa í Carnegie.

Fasteignaverð lækkar í Bretlandi

Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka.

Lítil lækkun í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega eftir sveiflukenndan dag á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir að gengi Bandaríkjadals hafi aldrei staðið lægri gagnvart evru þykja fjárfestar einkar bjartsýnir enda horfa þeir til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunardegi bankans í næstu viku.

Hráolíuverð í methæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust í hæstu hæðir síðdegis í dag eftir að nýbirtar tölur orkumálaráðaneytis Bandaríkjanna sýndu fram á að olíubirgðir í landinu hafi dregist meira saman en gert var ráð fyrir. Verðið stendur í rúmum 80 dölum á tunnu og hefur aldrei verið hærra.

Hráolíuverð í hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í hæstu hæðir í dag þrátt fyrir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) hefði samþykkt á fundi sínum í gær að auka framleiðslukvóta sína til að auka framboð af hráolíu og draga með því móti úr verðhækkunum á svartagullinu.

Hveitiverð í hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á hveiti stendur í methæðum nú og getur það valdið nokkrum hækkunum á brauðmeti og kökum. Verðið hefur stigið hratt upp á árinu og er það nú tvöfalt dýrara en í apríl. Ástæðan fyrir hækkuninni eru þurrkar og uppskerubrestur í helstu hveitiræktunarlöndum.

Dalur í lægstu lægðum gagnvart evru

Gengi bandaríkjadal sökk í lægstu lægðir gagnvart evru en aldrei hefur verið jafn mikil gjá á milli gjaldmiðlanna. Ástæðan fyrir lækkuninni er aukin bjartsýni fjárfesta vestanhafs á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunarfundi sínum eftir tæpa viku.

Þetta er ekki tímabil sem ég er stoltur af

Nick Leeson komst á spjöld sögunnar árið 1995 þegar hann gerði einn elsta og virðulegasta banka Bretlands gjaldþrota með áhættusömum gjaldeyrisviðskiptum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson spjallaði við þennan alræmdasta verðbréfamiðlara í heimi um spákaupmennsku á gjaldeyrismarkaði og lífið eftir gjaldþrot bankans. Leeson kemur hingað til lands eftir viku og ræðir um reynslu sína.

JJB sports gefur út afkomuviðvörun

JJB Sports Plc, sem er að hluta í eigu Exista, gaf í dag út afkomuviðvörun en félagið rekur rekur 420 íþróttavöruverslanir í Bretlandi. Fram kemur í viðvöruninni að uppgjör fyrir fyrrihluta ársins sýndi hagnað fyrir skatt upp á 8 milljónir punda eða um einn milljarð kr. sem er 3,5 milljónum punda undir væntingum.

Countrywide í fjárhagshremmingum

Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu Countrywide Financials, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, féll um fimm prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Ástæðan er frétt bandaríska dagblaðsins New York Post þess efnis að fyrirtækið glími við afar slæma stöðu og sé að undirbúa sölu á hlutabréfum til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins.

Dregur úr viðskiptahalla Bandaríkjanna

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 59,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 3.849 milljörðum íslenskra króna, í júlí. Þetta er 0,3 prósentustiga minni halli en í mánuðinum á undan, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, segir ríkisstjórnir heimsins verða að leggjast á eitt og draga úr viðskiptahalla landanna.

House of Fraser skattleggur birgja sína

House of Fraser, sem er í eigu Baugs Group, hefur lagt fram kröfu um að birgjar verslunarkeðjunnar hjálpi til við að fjármagna 250 milljón punda, eða tæplega 30 milljarða kr., fjárfestingarverkefni. Þetta kemur fram í frétt breska dagblaðsins Telegraph í dag.

Metverðbólga í Kína

Verðbólga mældist 6,5 prósent í Kína í síðasta mánuði samanborið við 5,6 prósent í mánuðinum á undan, samkvæmt kínversku hagstofunni. Verðbólga hefur ekki mælst hærri þar í landi í áratug. Snarpar verðhækkanir á kjötvöru á árinu leiða verðbólguna. Gengi hlutabréfa féll í kjölfarið.

Olíuverð nálægt sögulegum hæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp í hæstu hæðir á fjármálamörkuðum í dag eftir að uppreisnarhópar frömdu skemmdarverk við olíuvinnslustöðvar og leiðslur í Mexíkó Ekki liggur fyrir hvað hópunum stóð til en þeir eru sagðir vinstrisinnaðir uppreisnarseggir og andsnúnir ríkisstjórn landsins. Verðið hækkaði talsvert í gær en þá var gert ráð fyrir því að OPEC-samstökin myndu halda olíuframleiðslukvótum óbreyttum.

Sveiflur á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hefur sveiflast nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti síðar í mánuðinum. Þeir rýna síðar í dag í orð nokkurra af stjórnendum seðlabankans um bandarísk efnahagsmál. Þar á meðal er hagfræðingurinn Frederic Mishkin, einn af bankastjórum seðlabankans, sem vann skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fyrra í félagi við Tryggva Þór Herbertsson, forstjóra Askar Capital.

Heimsmarkaðsverð á gulli nálgast fyrra met

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur stigið ört síðustu vikur þar sem taugaóstyrkir fjárfestar hafa reynt að leita í öruggt skjól með fjármuni sína. Samkvæmt frétt í danska viðskiptablaðinu Börsen nálgast verð á gulli nú fyrra met. Verðið er komið í 707 dollara fyrir únsuna en fór hæst í 730 dollara í maí á síðasta ári.

Samsung gerir samning upp á 71 milljarð

Suður kóreska fyrirtækið Samsung hefur tryggt sér samning við tælensk stjórnvöld um byggingu tveggja gasorkuvera þar í landi. Samningurinn hljóðar upp á rúma 71 milljarð íslenskra króna.

Óttast kreppu á heimsmörkuðum

Óttast er að fyrirsjáanlegur skortur á lánsfé á bankamarkaði í næstu viku muni valda því að bankar víðs vegar um heim dragi verulega úr útlánastarfsemi. Forráðamenn stærstu banka heims óttast þetta komi til með að valda mikilli kreppu á heimsmörkuðum.

Stærsta skuldsetta yfirtaka sögunnar

Hluthafar í bandaríska orkufyrirtækinu TXU samþykktu í gær stærstu skuldsettu yfirtöku í heimi. Tilboðið hljóðar upp á rúma 2.400 milljarða íslenskra króna fyrir um 25 prósent eignaraðild að fyrirtækinu.

Nasdaq frestar sölu á hlut sínum í LSE

Nasdaq kauphöllin í Bandaríkjunum hefur frestað sölu á 30 prósent hlut sínum í bresku kauphöllinni, London Stock Exchange, fram í næstu viku. Forráðamenn Nasdaq vonast til þess að fresturinn muni gefa fleiri fjárfestum tækifæri til að bjóða í hlutinn.

Fjöldauppsagnir hjá stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna

Bandaríska fasteignalánafyrirækið Countrywide Financial Corp. tilkynnti í gær að það þyrfti mögulega að segja upp 12 þúsund starfsmönnum til að spara rekstrarkostnað. Fyrirtækið, líkt og önnur fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu sökum mikilla vanskila á lánum og lækkandi fasteignaverðs.

Miklar lækkanir á hlutabréfum í Bandaríkjunum

Miklar lækkanir urðu á verði hlutabréfa á bandarískum mörkuðum í dag. Talið er að vaxandi ótti fjárfesta um samdrátt í bandarísku efnhagslífi hafi valdið lækkununum í dag. Dow Jones féll um nærri tvö prósentustig.

Störfum fækkaði í Bandaríkjunum í ágúst

Nýbirtar tölur frá bandaríska vinnumálastofnunni benda til að fyrirtæki þar í landi hafi sagt upp 4.000 starfsmönnum í nýliðnum mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda talið að fyrirtæki myndu halda áfram að ráða til sín fleira starfsfólk. Niðursveiflu á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánum í vor er kennt um ástandið.

Greenspan segir fjárfesta áhyggjufulla

Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998.

Range Rover umhverfisvænni en Prius

Bensínsþambandi tryllitæki gætu verið umhverfisvænni en tvinnbílar, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þar sem orkunotkun tengd hverjum bíl, allt frá hönnun og framleiðsluferli til heildar rekstrartíma og endurvinnslu er tekin með í reikninginn.

Apple biðst afsökunar

Apple tölvuframleiðandinn hefur beðist afsökunar á því að hafa lækkað verðir á Iphone síma sínum. Fyrirtækið tilkynnti í gær að verð símans yrði lækkað um sem samsvarar þrettán þúsund krónum, tveimur mánuðum eftir að hann kom á markað. Tilkynningin vakti reiði viðskiptavina sem þegar höfðu keypt símann. Steve Jobs, forstjóri Apple, sagði það rétta ákvörðun að lækka verðið, þar sem síminn hafi verið of dýr, og bauð þeim sem þegar höfðu keypt símann bætur.

Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum

Verð á hlutabréfum á mörkuðum í Bandaríkjunum hækkuðu í verði í dag. Mest hækkuðu hlutabréf í iðn- og lyfjafyrirtækjum.

Verð á olíu hækkar á heimsmörkuðum

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í dag meðal annars vegna vaxandi spennu milli Sýrlands og Ísrael. Verð á olíutunnu hækkaði um 57 sent og er nú 76 bandaríkjadalir.

Evrubankinn fylgir fordæminu

Evrópski seðlabankinn fylgdi fordæmi nokkurra seðlabanka í dag og ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Áður hafði Seðlabanki Íslands og bankar í Bretlandi, Kanada, Brasilíu og Ástralíu ákveðið að halda vöxtum kyrrum í ljósi hræringa á fjármálamörkuðum.

Sjá næstu 50 fréttir