Viðskipti erlent

Fasteignahruni spáð í Bretlandi

Royal Institution of Chartered Surveyors í Bretlandi spáir því nú að Bretar horfi fram á svipað hrun á fasteignamarkaðinum þar í landi og gerðist í upphafi síðasta áratugar. Þetta kemur í framhaldi af þeim orðun Alan Greenspan fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna um að Bretar standi frammi fyrir meiri vanda en gerðist á bandaríska fasteignamarkaðinum nýlega. Greenspan lét þau orð falla í samtali við The Daily Telegraph í gærdag.

 

Samkvæmt Simon Rubinsohn aðalhagfræðingi RICS eru um 20% líkur á því að fasteignaverð á Bretlandi muni falla um 10% á næstu 12 mánuðum. Jafnframt telur Rubinsohn að endurmeta þurfi spár um 3% hækkun á fasteignaverði næstu 12-15 mánuðina og telur að sú spá eigi ekki að gera ráð fyrir neinni hækkun á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×