Fleiri fréttir

Einhver mesti útlánavöxtur síðustu ára

Ný íbúðalán hjá bönkunum rjúka út og er vöxturinn einhver sá mesti sem sést hefur árum saman að sögn hagfræðings. Það kunni að bera með sér að skuldsetning heimila sé að aukast.

LIVE krefst gjald­þrot­a­skipt­a Jóa Fel

Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins.

Ólafs­son gin fékk gull­verð­­laun í á­­fengis­­keppni IWSC

Ólafsson gin fékk á dögunum gullverðlaun í keppninni The International Wine and Spirit Competition (IWSC). Í tilkynningu kemur fram að þetta sé fyrsti áfengi drykkurinn frá Íslandi sem nái að landa gullverðlaun í keppninni sem hefur verið haldin frá árinu 1969.

Efla með lægsta tilboðið

Alls bárust Ríkiskaupum fjögur tilboð í verkeftirlit vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna nýs þjóðarsjúkrahús, nýs Landspítala. Voru þau öll undir kostnaðaráætlun.

Verk og vit frestað til næsta vors

Sýningunni Verk og vit, sem átti að fara fram í Laugardalshöllinni um miðjan október, hefur verið frestað til næsta vors. Er það gert vegna samkomutakmarkana sem nú séu í gildi og í ljósi þróunar heimsfaraldursins.

Geta nú valið á milli sýnatöku og 14 daga sóttkvíar

Farþegar sem koma til Íslands frá og deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með fimm daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins.

Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar

Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar.

Múlalundur ósáttur við grímukönnun ASÍ

Framkvæmdastóri vinnustofunnar Múlalundar segir nýlega verðkönnun ASÍ á grímum vera ranga. ASÍ fagnar því hins vegar að Múlalundur hafi lækkað verðið eftir heimsóknina.

Fjögur smituð hjá Torgi

Eftir að einstaklingur smitaður af kórónuveirunni sat ritstjórnarfund hjá DV í liðinni viku hafa þrír samstarfsmenn hans hjá Torgi greinst með veiruna

Rekstur Landsnets stöðugur þrátt fyrir krefjandi aðstæður

Landsnet skilaði tæpum 1.850 milljónum króna í rekstrarhagnað á fyrstu sex mánuðum ársins og segir framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti afkomu fyrirtækisins vera samkvæmt áætlun og reksturinn stöðugan, þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður.

Öllum starfsmönnum b5 sagt upp

Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins.

Aldrei fleiri nýnemar í HR

Alls hefja 1.700 nýnemar nám við Háskólann í Reykjavík í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi nú í haust.

Segja mikil­vægt að allri leynd af gögnum verði af­létt

Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna segja mikilvægt að allri leynd af gögnum Verðlagsstofu skiptaverðs verði aflétt. Verið sé að höndla með mikla hagsmuni og mikilvægt að almenningur fái greiðan aðgang að upplýsingum um auðlindir hafsins.

Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum

Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir.

Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar

Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis.

Sjá næstu 50 fréttir