Mikill verðmunur á grímum og töluverðum fjölda kippt úr umferð Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 10:56 Grímur eru á allra vörum þessa dagana. Getty Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. Erfitt er þó að gera nákvæma verðkönnun á þeim, að sögn Verðlagseftirlits ASÍ, því þær eru ekki alveg eins enda grímurnar oft framleiddar af mismunandi fyrirtækjum. Að sama skapi hefur borið á því að grímur sem hafa verið til sölu uppfylli ekki nauðsynlega staðla og hefur Neytendastofa tekið grímur úr umferð sökum þessa. Verðlagseftirlitið segir að könnun þess hafi leitt í ljós að lægsta stykkjaverðið sé að finna í Costco, 42 krónur gríman eða 2.089 krónur fyrir pakka með 50 grímum. Hæsta stykkjaverðið var í Eirberg, 298 krónur gríman eða 5.950 krónur fyrir pakka með 20 grímum. Lægsta verðið á andlitsgrímum sem seldar voru í stykkjatali hafi svo verið í Krambúðinni, 49 krónur stykkið en það hæsta í Lyfju, 209 krónur stykkið. ASÍ slær þó eftirfarandi varnagla því grímurnar eru mismunandi: „Grímurnar sem voru til skoðunar í könnuninni voru allar þriggja laga og einnota en eru ekki endilega alveg eins þar sem þær koma frá mismunandi framleiðendum. Gæðamunur getur því verið á grímum hjá þeim söluaðilum sem könnunin nær til. Ekki er lagt mat á gæði á þeim grímum sem birtast í könnuninni þar sem einungis þar til bærir sérfræðingar geta skorið úr um hvort gæði gríma sé fullnægjandi.“ Dæmi um falsaðar vottanir Neytendur þurfi því að vera vakandi fyrir gæðum og má finna nánari upplýsingar um notkun þeirra á vef Landlæknis. Að sama skapi segir Verðlagseftirlitið að í sumum tilfellum kunni að borga sig að nota margnotagrímur, þar sem kostnaður við einnota grímur geti fljótt safnast upp ef fólk þarf að nota þær reglulega. Nánari upplýsingar um margnota taugrímur má nálgast á vef ASÍ. Í orðsendingu Verðlagseftirlitsins segir jafnframt að Neytendastofa, sem hefur eftirlit með andlitsgrímum, hafi orðið vör við að gæði andlitsgríma sé stundum ábótavant. Því hafi stofnunin tekið „töluvert magn af grímum“ úr umferð vegna þessa. „Þar að auki er talsvert af þeim grímum sem eru til sölu ekki CE vottaðar og þá hafa CE merkingar í sumum tilfellum verið falsaðar og geta neytendur sent Neytendastofu ábendingu ef þeir verða varir við slíkt,“ segir Verðlagseftirlitið. Nánari upplýsingar um könnun þess má nálgast á vef ASÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. Erfitt er þó að gera nákvæma verðkönnun á þeim, að sögn Verðlagseftirlits ASÍ, því þær eru ekki alveg eins enda grímurnar oft framleiddar af mismunandi fyrirtækjum. Að sama skapi hefur borið á því að grímur sem hafa verið til sölu uppfylli ekki nauðsynlega staðla og hefur Neytendastofa tekið grímur úr umferð sökum þessa. Verðlagseftirlitið segir að könnun þess hafi leitt í ljós að lægsta stykkjaverðið sé að finna í Costco, 42 krónur gríman eða 2.089 krónur fyrir pakka með 50 grímum. Hæsta stykkjaverðið var í Eirberg, 298 krónur gríman eða 5.950 krónur fyrir pakka með 20 grímum. Lægsta verðið á andlitsgrímum sem seldar voru í stykkjatali hafi svo verið í Krambúðinni, 49 krónur stykkið en það hæsta í Lyfju, 209 krónur stykkið. ASÍ slær þó eftirfarandi varnagla því grímurnar eru mismunandi: „Grímurnar sem voru til skoðunar í könnuninni voru allar þriggja laga og einnota en eru ekki endilega alveg eins þar sem þær koma frá mismunandi framleiðendum. Gæðamunur getur því verið á grímum hjá þeim söluaðilum sem könnunin nær til. Ekki er lagt mat á gæði á þeim grímum sem birtast í könnuninni þar sem einungis þar til bærir sérfræðingar geta skorið úr um hvort gæði gríma sé fullnægjandi.“ Dæmi um falsaðar vottanir Neytendur þurfi því að vera vakandi fyrir gæðum og má finna nánari upplýsingar um notkun þeirra á vef Landlæknis. Að sama skapi segir Verðlagseftirlitið að í sumum tilfellum kunni að borga sig að nota margnotagrímur, þar sem kostnaður við einnota grímur geti fljótt safnast upp ef fólk þarf að nota þær reglulega. Nánari upplýsingar um margnota taugrímur má nálgast á vef ASÍ. Í orðsendingu Verðlagseftirlitsins segir jafnframt að Neytendastofa, sem hefur eftirlit með andlitsgrímum, hafi orðið vör við að gæði andlitsgríma sé stundum ábótavant. Því hafi stofnunin tekið „töluvert magn af grímum“ úr umferð vegna þessa. „Þar að auki er talsvert af þeim grímum sem eru til sölu ekki CE vottaðar og þá hafa CE merkingar í sumum tilfellum verið falsaðar og geta neytendur sent Neytendastofu ábendingu ef þeir verða varir við slíkt,“ segir Verðlagseftirlitið. Nánari upplýsingar um könnun þess má nálgast á vef ASÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira