Viðskipti innlent

Mikill verðmunur á grímum og töluverðum fjölda kippt úr umferð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Grímur eru á allra vörum þessa dagana.
Grímur eru á allra vörum þessa dagana. Getty

Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. Erfitt er þó að gera nákvæma verðkönnun á þeim, að sögn Verðlagseftirlits ASÍ, því þær eru ekki alveg eins enda grímurnar oft framleiddar af mismunandi fyrirtækjum. Að sama skapi hefur borið á því að grímur sem hafa verið til sölu uppfylli ekki nauðsynlega staðla og hefur Neytendastofa tekið grímur úr umferð sökum þessa.

Verðlagseftirlitið segir að könnun þess hafi leitt í ljós að lægsta stykkjaverðið sé að finna í Costco, 42 krónur gríman eða 2.089 krónur fyrir pakka með 50 grímum. Hæsta stykkjaverðið var í Eirberg, 298 krónur gríman eða 5.950 krónur fyrir pakka með 20 grímum. Lægsta verðið á andlitsgrímum sem seldar voru í stykkjatali hafi svo verið í Krambúðinni, 49 krónur stykkið en það hæsta í Lyfju, 209 krónur stykkið.

ASÍ slær þó eftirfarandi varnagla því grímurnar eru mismunandi:

„Grímurnar sem voru til skoðunar í könnuninni voru allar þriggja laga og einnota en eru ekki endilega alveg eins þar sem þær koma frá mismunandi framleiðendum. Gæðamunur getur því verið á grímum hjá þeim söluaðilum sem könnunin nær til. Ekki er lagt mat á gæði á þeim grímum sem birtast í könnuninni þar sem einungis þar til bærir sérfræðingar geta skorið úr um hvort gæði gríma sé fullnægjandi.“

Dæmi um falsaðar vottanir

Neytendur þurfi því að vera vakandi fyrir gæðum og má finna nánari upplýsingar um notkun þeirra á vef Landlæknis. Að sama skapi segir Verðlagseftirlitið að í sumum tilfellum kunni að borga sig að nota margnotagrímur, þar sem kostnaður við einnota grímur geti fljótt safnast upp ef fólk þarf að nota þær reglulega. Nánari upplýsingar um margnota taugrímur má nálgast á vef ASÍ.

Í orðsendingu Verðlagseftirlitsins segir jafnframt að Neytendastofa, sem hefur eftirlit með andlitsgrímum, hafi orðið vör við að gæði andlitsgríma sé stundum ábótavant. Því hafi stofnunin tekið „töluvert magn af grímum“ úr umferð vegna þessa. „Þar að auki er talsvert af þeim grímum sem eru til sölu ekki CE vottaðar og þá hafa CE merkingar í sumum tilfellum verið falsaðar og geta neytendur sent Neytendastofu ábendingu ef þeir verða varir við slíkt,“ segir Verðlagseftirlitið.

Nánari upplýsingar um könnun þess má nálgast á vef ASÍ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.