Viðskipti innlent

Rekstrarhagnaður Regins minnkaði um 6,2% milli ára

Andri Eysteinsson skrifar
Meðal fasteigna sem Reginn leigir út eru verslunarpláss í Smáralind.
Meðal fasteigna sem Reginn leigir út eru verslunarpláss í Smáralind. Vísir/Vilhelm

Rekstrartekjur fasteignafélagsins Regins á fyrri helmingi ársins 2020 námu 4.736 m.kr en rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 3.040 m.kr og lækkar um 6,2% frá 2019.

Þetta kemur fram í árshlutareikningi félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2020 sem samþykktur var af stjórn félagsins í dag. Í tilkynningu vegna uppgjörsins segir að grunnrekstur félagsins sé traustur en áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar gæti víða í rekstrinum.

„Reginn hefur haft frumkvæði í því að koma á samstarfi við leigutaka til að takast á í sameiningu við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu vegna COVID-19 faraldursins og hömlum á starfsemi leigutaka. Það samstarf mun skila félaginu og leigutökum þess ávinningi til framtíðar,“ segir í tilkynningunni.

Hagnaður félagsins eftir tekjuskatt nam 95. m.kr samanborið við 2.117 á sama tímabili í fyrra. Handbært fé frá rekstri á tímabilinu var 1.071 m. kr og er hagnaður á hlut fyrir tímabilið 0,05 en var 1,16 á sama tímabili 2019.

Fjöldi fasteigna í eigu Regins er 116 og heildarfermetrar um 377 þúsund. Útleiguhlutfall á safni Regins er 97% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi en eignasafnið er að mestu óbreytt á milli tímabila.

Stjórnendur er þrátt fyrir mikla óvissu bjartsýnir á horfurnar fram undan, fjárhagsstaða félagsins sé sterk og fjárhagsleg skilyrði vel innan marka lánaskilmála.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.