Viðskipti innlent

Verk og vit frestað til næsta vors

Atli Ísleifsson skrifar
Frá fyrri sýningu Verks og vits.
Frá fyrri sýningu Verks og vits. Aðsend

Sýningunni Verk og vit, sem átti að fara fram í Laugardalshöllinni um miðjan október, hefur verið frestað til næsta vors. Er það gert vegna samkomutakmarkana sem nú séu í gildi og í ljósi þróunar heimsfaraldursins.

Í tilkynningu segir að Verk og vit muni nú fara fram dagana 15. til 18. apríl 2021.

„Samkvæmt núgildandi reglum heilbrigðisráðherra eru fjöldatakmarkanir miðaðar við 100 manns. Það er viðbúið að fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi. Reglurnar eru almennt gefnar út til tveggja vikna í senn en ljóst er að sýningarhaldari og sýnendur þurfa lengri tíma til að undirbúa sýninguna.

Verk og vit hefur skipað sér sess sem uppskeruhátíð bygginga- og mannvirkjageirans en á síðustu Verk og vit sýningu 2018 var sett aðsóknarmet en þá sóttu um 25.000 manns sýninguna þar sem yfir hundrað sýnendur kynntu vörur sínar og þjónustu,“ segir í tilkynningunni en meðal sýningaraðila eru byggingarverktakar, verkfræðistofur, menntastofnanir, fjármála- og ráðgjafafyrirtæki, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki og sveitarfélög.

Sýningin átti fyrst að fara fram í vor fyrr á þessu ári, en var frestað fram í október. Nú hefur henni sum sé aftur verið frestað fram á næsta vor, það er 2021.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×