Viðskipti innlent

Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skeljungur greinir frá kaupunum í árshlutauppgjöri sínu í dag.
Skeljungur greinir frá kaupunum í árshlutauppgjöri sínu í dag. skjáskot

Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. Frá þessu er greint í árshlutauppgjöri félagsins sem kynnt var í dag, en það ber meðal annars með sér 274 milljóna króna hagnað Skeljungs á fyrri árshelmingi 2020. 

Í uppgjörinu er haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Skeljungs, að kaupin á eignarhlutnum hafi verið skref í þróun á verslunarhluta samstæðunnar. „Markmiðið með þessum fjárfestingum er að nýta staðsetningar okkar betur ásamt því að bjóða uppá fjölbreyttara vöruúrval í verslunum okkar,“ segir Árni Pétur. 

Hann segir jafnframt að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi fyrir reksturinn. Annar ársfjórðungur hafi litast af áhrifum af COVID-19, samkomubanni, fækkun erlendra ferðamanna og minni umsvifum í hagkerfum Íslands og Færeyja ofan í breytingar á gengi gjaldmiðla, og sveiflum á heimsmarkaðsverði á olíu.

Eins og VB bendir á hafa Gló og Brauð&Co verið í meirihlutaeigu hjónanna Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur í gegnum Eyju fjárfestingarfélag. Kaupverðið á fjórðungshlutnum er ekki tilgreint.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,57
13
108.045
EIK
1,56
3
46.561
ARION
1,01
9
128.645
HAGA
1,01
6
90.126
SKEL
0,65
6
104.251

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,21
35
15.820
ORIGO
-0,35
3
39.210
EIM
-0,19
6
13.518
BRIM
0
2
6.348
SIMINN
0
6
90.798
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.