Viðskipti innlent

Sendiráðið stækkar um þriðjung

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sex nýir starfsmenn Sendiráðsins.
Sex nýir starfsmenn Sendiráðsins. sendiráðið

Hugbúnaðarfyrirtækið Sendiráðið hefur ráðið til sín sex nýja starfsmenn að undanförnu, sem samsvarar þriðjungs fjölgun hjá fyrirtækinu. Tuttugu hugbúnaðarsérfræðingar, hönnuðir og ráðgjafar starfa nú hjá fyrirtækinu sem stofnað var árið 2014.

Hrafn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Sendiráðsins, segir óvissuástandið sem skapaðist vegna kórónuveiurfaraldursins hafi kallað fram stóraukna þörf fyrir stærri og flóknari hugbúnaðarlausnir ásamt uppfærðri hönnun á vefsíðum og vefverslunum.

Hrafn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Sendiráðsins.sendiráðið

„Mörg fyrirtæki og stofnanir eru í ákveðinni stafrænni vegferð í dag en nú er einmitt enn mikilvægara en áður að vera með stafrænt framboð á vörum og þjónustu. Það er því mikill fengur fyrir okkur að fá inn öfluga og reynslumikla einstaklinga á þessum tímapunkti,“ segir Hrafn og vísar þar til nýju starfsmannanna sex.

Þá má sjá hér að ofan. Þórarinn Gunnar Árnason, Hugrún Elfa Hjaltadóttir, Þorvarður Örn Einarsson og Edda Steinunn Rúnarsdóttir eru í fremri röð og þeir Arnar Darri Pétursson og Oddur Helgi Guðmundsson fyrir aftan.

Hrafn framkvæmdastjóri setur fjölgunina í starfsliðinu í samhengi við þá innviðaþróun sem hann segir hafa átt sér stað í Sendiráðinu á undanförnum árum. 

„Fengum við staðfestingu á þeirri vinnu þegar tvö teymi fyrirtækisins voru valin í útboði íslenska ríkisins til þess að starfa við þróun Stafræns Íslands næstu árin,” segir Hrafn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×