Viðskipti innlent

Fjögur smituð hjá Torgi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Starfsmenn Fréttablaðsins, DV, Hringtorgs og fleiri tengdra miðla eru í sóttkví. Höfuðstöðvar Torgs eru á Hafnartorgi.
Starfsmenn Fréttablaðsins, DV, Hringtorgs og fleiri tengdra miðla eru í sóttkví. Höfuðstöðvar Torgs eru á Hafnartorgi. vísir/vilhelm

Eftir að einstaklingur smitaður af kórónuveirunni sat ritstjórnarfund hjá DV í liðinni viku hafa þrír samstarfsmenn hans hjá Torgi greinst með veiruna. Sem stendur eru því fjórir starfsmenn félagsins sýktir. Á fjórða tug starfsmanna Torgs hafa verið í sóttkví síðustu daga eftir fyrrnefnd veikindi í ristjórn DV.

Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, segir að smitrakning standi nú yfir í tilfelli tveggja. Ekki sé þó gert ráð fyrir að fleiri starfsmenn Torgs þurfi að fara í sóttkví, því umræddir starfsmenn voru sjálfir í sóttkví þegar þeir fundu til einkenna og óskuðu eftir sýnatöku. 

Jóhanna segir jafnframt að þessir einstaklingar tilheyri öðrum deildum fyrirtækisins en DV, en Torg rekur meðal annars miðlana Fréttablaðið og Hringbraut. Hún segir einnig að áfram sé gert ráð fyrir því að engin röskun verði á starfsemi Torgs af þessum völdum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×