Viðskipti innlent

Samruni Kjarnafæðis og Norðlenska samþykktur með miklum meirihluta

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri. kjarnafæði

Allt virðist stefna í að matvælaframleiðslufyrirtækin Kjarnafæði og Norðlenska muni sameinast. Hluthafafundur Búsældar, félagsins sem heldur utan um eignarhald fimm hundruð bænda á Norðlenska, samþykkti samrunann í dag. Niðurstaðan var afgerandi, 86,25 prósent sögðu já en 13,75 prósent nei. 

Samruninn hefur verið lengi í farvatninu en Kjarnafæði falaðist eftir því við Búsæld að kaupa alla hluti í Norðlenska árið 2015. Formlegar samrunaviðræður hófust á haustmánuðum 2018 og félögin greindu síðan frá því í upphafi síðasta mánaðar að þau hefðu komist að samkomulagi um helstu skilmála samrunans. Samkomulagið var gert með fyrirvara um samþykki Samkeppnisyfirvalda og samþykki hluthafafundar Búsældar, sem fram fór í dag sem fyrr segir.

Samrunanum er ætlað að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri. „Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði,“ sagði í yfirlýsingu frá félögunum þegar fyrrnefnt samkomulag lá fyrir í júlí.

Um fyrirtækin

Kjarnafæði var stofnað árið 1985 af bræðrunum Eiði og Hreini Gunnlaugssonum og starfa þar 130 manns. Starfsemin fer að mestu fram á Svalbarðseyri, en til viðbótar við rekstur Kjarnafæðis er afurðarstöð SAH á Blönduósi í sömu eigu, en þar eru unnin 52 ársverk, ásamt um 34% hlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga, þar sem rekin eru sauðfjársláturhús.

Norðlenska varð til árið 2000 við samruna kjötiðnarstöðvar KEA og Kjötiðjunnar Húsavík, en stækkaði árið 2001 þegar félagið sameinaðist þremur kjötvinnslum Goða. Félagið er í eigu Búsældar, félags kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, en hluthafar Búsældar eru um 500 bændur. Um 190 ársverk eru unnin hjá félaginu og skiptist starfsemin á milli Akureyrar, þar sem rekið er stórgripasláturhús og kjötvinnsla, Húsavíkur, þar sem rekin er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla fyrir sauðfjárafurðir, og söluskrifstofa í Reykjavík. Félagið framleiðir kjötvörur sér í lagi undir vörumerkjunum Norðlenska, Goði, Húsavíkurkjöt, og KEA.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
0,56
39
389.936
SJOVA
0,55
7
47.004
ICEAIR
0,52
75
104.875

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,71
7
112.011
KVIKA
-1,65
62
1.143.163
EIK
-1,56
3
150
ORIGO
-1,53
13
82.150
SKEL
-1,32
5
5.528
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.