Múlalundur ósáttur við grímukönnun ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 15:12 Múlalundur er vinnustofa SÍBS og er staðsettur við Reykjalund í Mosfellsbæ. Þar starfar fólk með skerta starfsorku. vísir/vilhelm Framkvæmdastóri vinnustofunnar Múlalundar segir nýlega verðkönnun ASÍ á grímum vera ranga. Verðið sem ASÍ greindi frá standist ekki skoðun, það sé í raun helmingi lægra. Talsmaður verðlagseftirlits ASÍ segir hins vegar ánægjulegt að sjá að Múlalundur hafi lækkað verðið á grímunum sínum - eftir heimsókn verðlagseftirlitsins. ASÍ kynnti niðurstöður verðkönnunar sinnar í gær. Hún ber með sér töluverðan verðmun á einnota þriggja laga grímum milli fyrirtækja, en erfitt geti þó reynst að gera nákvæman samanburð vegna þess hve grímurnar eru mismunandi. Það væri þó engu að síður mat verðlagseftirlitsins að ódýrstu grímurnar sé finna í Costco, 42 krónur gríman, en það hæsta í Eirberg, 298 krónur gríman. Í sömu könnun kom fram að Múlalundur byði 50 grímu pakka á 9498 krónur, eða 190 krónur fyrir hverja grímu. Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar, segir þessar tölur þó ekki halda vatni. „Verð á sóttvarnargrímum á Múlalundi vinnustofu SÍBS er 950 kr. fyrir 10 grímur og 3.790 kr (95 kr. stk.) fyrir 50 grímur (75,2 kr. pr. stk.) og því ekkert svipað því sem fram kemur í verðalagskönnun ASÍ,“ skrifar Sigurður í yfirlýsingu til fjölmiðla. Verð frá birgjum Múlalundar hafi „lækkað mjög undanfarna daga“ að sögn Sigurðar - „og vonandi tekst okkur að lækka okkar verð enn frekar á næstu dögum.“ Verðlækkunin ánægjuleg Af svari Auðar Ölfu Ólafsdóttur, sem fer fyrir verðlagseftirliti ASÍ, til fréttastofu að dæma virðist eftirlitið hins vegar standa við sína könnun. „Það er gott að heyra að Múlalundur hefur tækifæri til að lækka verð á grímunum sínum frá því sem það var þegar könnunin var framkvæmd,“ segir Auður og bætir við það væri ekkert einsdæmi. „Við höfum séð að fleiri söluaðilar hafa lækkað verð á sínum grímum eftir könnunina og er það auðvitað ekkert nema jákvætt. Við hvetjum neytendur áfram til að vera vakandi fyrir verðlagi á grímum og gera verðsamanburð áður en þeir kaupa grímur.“ Auður ræddi könnunina meðal annars í Reykjavík síðdegis í gær og má hlusta á það hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22 Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Sjá meira
Framkvæmdastóri vinnustofunnar Múlalundar segir nýlega verðkönnun ASÍ á grímum vera ranga. Verðið sem ASÍ greindi frá standist ekki skoðun, það sé í raun helmingi lægra. Talsmaður verðlagseftirlits ASÍ segir hins vegar ánægjulegt að sjá að Múlalundur hafi lækkað verðið á grímunum sínum - eftir heimsókn verðlagseftirlitsins. ASÍ kynnti niðurstöður verðkönnunar sinnar í gær. Hún ber með sér töluverðan verðmun á einnota þriggja laga grímum milli fyrirtækja, en erfitt geti þó reynst að gera nákvæman samanburð vegna þess hve grímurnar eru mismunandi. Það væri þó engu að síður mat verðlagseftirlitsins að ódýrstu grímurnar sé finna í Costco, 42 krónur gríman, en það hæsta í Eirberg, 298 krónur gríman. Í sömu könnun kom fram að Múlalundur byði 50 grímu pakka á 9498 krónur, eða 190 krónur fyrir hverja grímu. Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar, segir þessar tölur þó ekki halda vatni. „Verð á sóttvarnargrímum á Múlalundi vinnustofu SÍBS er 950 kr. fyrir 10 grímur og 3.790 kr (95 kr. stk.) fyrir 50 grímur (75,2 kr. pr. stk.) og því ekkert svipað því sem fram kemur í verðalagskönnun ASÍ,“ skrifar Sigurður í yfirlýsingu til fjölmiðla. Verð frá birgjum Múlalundar hafi „lækkað mjög undanfarna daga“ að sögn Sigurðar - „og vonandi tekst okkur að lækka okkar verð enn frekar á næstu dögum.“ Verðlækkunin ánægjuleg Af svari Auðar Ölfu Ólafsdóttur, sem fer fyrir verðlagseftirliti ASÍ, til fréttastofu að dæma virðist eftirlitið hins vegar standa við sína könnun. „Það er gott að heyra að Múlalundur hefur tækifæri til að lækka verð á grímunum sínum frá því sem það var þegar könnunin var framkvæmd,“ segir Auður og bætir við það væri ekkert einsdæmi. „Við höfum séð að fleiri söluaðilar hafa lækkað verð á sínum grímum eftir könnunina og er það auðvitað ekkert nema jákvætt. Við hvetjum neytendur áfram til að vera vakandi fyrir verðlagi á grímum og gera verðsamanburð áður en þeir kaupa grímur.“ Auður ræddi könnunina meðal annars í Reykjavík síðdegis í gær og má hlusta á það hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22 Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Sjá meira
Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22
Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55