Viðskipti innlent

Hjálpa eigendum vefsíðna að finnast á Google

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Andreas Örn Aðalsteinsson og Jón Gísli Ström, sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu, sjást hér ræða leitarvélabestun.
Andreas Örn Aðalsteinsson og Jón Gísli Ström, sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu, sjást hér ræða leitarvélabestun. aðsend

Sett hefur verið á laggirnar svokallað leitarvélabestunartól sem eigendur vefsíða geta nýtt sér að kostnaðarlausu. Leitavélarbestun er ætlað að gera vefsíður sýnilegri á leitarvélum eins og Google - án þess að þurfa að bjóða í ákveðin leitarorð líkt og þekkist með leitarorðaauglýsingar. Tólið má nálgast hér, en það er á vegum stafrænu auglýsingastofunnar Sahara. 

Eftir að hafa slegið inn slóð vefsíðunnar og fært inn persónuupplýsingar fá eigendur hennar í hendurnar skýrslu/skjal með útlistun á því sem má betur fara. Þegar úr því er bætt er síðan sögð finnast betur í leitarvélum.

Geti sparað hundruð þúsunda

Davíð Lúther, framkvæmdastjóri Sahara, segir að ætlunin með tólinu sé að flýta fyrir bestunarferlinu. Eigendur vefsíðna geti hafist fyrr handa við að laga það sem talið er vanta upp á. „Fyrirtæki geta með þessu tóli sparað sér allt að hundruð þúsunda þar sem venjulega er þetta gert handvirk,“ segir Davíð. 

Hann segir leitarvélabestun eitt af grundvallaratriðum stafrænnar markaðssetningar, þar sem fólk leitar að upplýsingum um vörur og þjónustu í miklu magni á hverjum degi. Sýnileiki vefsíðna í leitarvélum geti verið munurinn á því hvort að fyrirtæki verði fyrir valinu hjá mögulegum viðskiptavinum eða ekki. Með tólinu ættu fyrirtæki þannig að geta hugað að enn frekari þróun í stafrænni markaðssetningu og hámarkað sýnileika.

Hér má finna tólið sem greinir vefsíður.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×