Seðlabankinn greip inn í viðskipti á Gamlársdag Magnús Halldórsson skrifar 2. janúar 2013 18:30 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Krónan hefur ekki verið veikari í tæplega tvö ár, en Seðlabanki Íslands átti viðskipti fyrir um sex milljónir evra, ríflega milljarð króna, til þess að vinna gegn hraðri veikingu krónunnar milli jóla og nýárs. Samkvæmt opinberu gengi Seðlabankans er nú hægt að fá 208 krónur fyrir pundið, og tæplega 23 krónur fyrir hverja danska krónu. Á dögunum milli jóla og nýárs voru lífleg viðskipti á millibankamarkaði, sem leiddu til skarprar veikingar krónunnar, en krónan veiktist um tæplega þrjú prósent á fimm viðskiptadögum á fyrrnefndu tímabili. Gengi krónunnar snertir almenning í landinu ekki síst, þar sem það hefur mikil áhrif á verðbólgu og þar með verðtryggðar skuldir heimila og fyrirtækja. Samkvæmt opinberu gengi Seðlabanka Íslands, gagnvart helstu viðskiptamyntum, er nú hægt að fá 208 krónur fyrir hvert pund, tæplega 23 krónur fyrir hverja danska krónu, 169 krónur fyrir evruna og 128 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal. Á Gamlársdag voru gjaldeyrisviðskipti einkar lífleg, og beitti Seðlabanki Íslands sér á markaði með því að eiga viðskipti á markaði upp á sex milljónir evra, eða ríflega einn milljarð króna. Þetta er í fyrsta skipti sem hann beitir inngripum á markaði síðan 6. mars í fyrra. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir veikinguna milli jóla og nýárs hafa verið skarpa. „Seðlabankinn hefur séð ástæðu til þess að eiga viðskipti, líklega vegna þessarar skörpu veikingar. Hann hefur ákveðið að grípa í taumana." Jón Bjarki Bentsson segir að erfitt að greina það nákvæmlega, hvers vegna krónan veiktist svo mikið á fáum dögum milli jóla og nýárs, en ekki sé hægt að útiloka að sú staðreynd að áramót voru að koma upp hafi skipt þar máli, en margir reyni að stilla af viðskiptastöðu sína þegar kemur að áramótum, og gengi krónunnar geti haft mikil áhrif á efnahagsreikning um áramót. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri segir, að seðlabankinn hafi ákveðið að eiga viðskipti á markaði, á fyrrnefndum tíma, þar sem um skammtímaaðstæður á markaði hafi verið að ræða. „Við höfum átt viðskipti á markaði við sambærilegar aðstæður áður," segir Már. Hann segir krónuna vera undir þrýstingi vegna gjalddaga á lánum fyrirtækja og sveitarfélaga sem ekki geti endurfjármagnað skuldir í erlendri mynt og þurfi því að greiða upp háa gjalddaga. Sú staða muni vara eitthvað áfram, en erfitt sé að segja til um hvort krónan muni styrkja eða veikjast á næstunni. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Krónan hefur ekki verið veikari í tæplega tvö ár, en Seðlabanki Íslands átti viðskipti fyrir um sex milljónir evra, ríflega milljarð króna, til þess að vinna gegn hraðri veikingu krónunnar milli jóla og nýárs. Samkvæmt opinberu gengi Seðlabankans er nú hægt að fá 208 krónur fyrir pundið, og tæplega 23 krónur fyrir hverja danska krónu. Á dögunum milli jóla og nýárs voru lífleg viðskipti á millibankamarkaði, sem leiddu til skarprar veikingar krónunnar, en krónan veiktist um tæplega þrjú prósent á fimm viðskiptadögum á fyrrnefndu tímabili. Gengi krónunnar snertir almenning í landinu ekki síst, þar sem það hefur mikil áhrif á verðbólgu og þar með verðtryggðar skuldir heimila og fyrirtækja. Samkvæmt opinberu gengi Seðlabanka Íslands, gagnvart helstu viðskiptamyntum, er nú hægt að fá 208 krónur fyrir hvert pund, tæplega 23 krónur fyrir hverja danska krónu, 169 krónur fyrir evruna og 128 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal. Á Gamlársdag voru gjaldeyrisviðskipti einkar lífleg, og beitti Seðlabanki Íslands sér á markaði með því að eiga viðskipti á markaði upp á sex milljónir evra, eða ríflega einn milljarð króna. Þetta er í fyrsta skipti sem hann beitir inngripum á markaði síðan 6. mars í fyrra. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir veikinguna milli jóla og nýárs hafa verið skarpa. „Seðlabankinn hefur séð ástæðu til þess að eiga viðskipti, líklega vegna þessarar skörpu veikingar. Hann hefur ákveðið að grípa í taumana." Jón Bjarki Bentsson segir að erfitt að greina það nákvæmlega, hvers vegna krónan veiktist svo mikið á fáum dögum milli jóla og nýárs, en ekki sé hægt að útiloka að sú staðreynd að áramót voru að koma upp hafi skipt þar máli, en margir reyni að stilla af viðskiptastöðu sína þegar kemur að áramótum, og gengi krónunnar geti haft mikil áhrif á efnahagsreikning um áramót. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri segir, að seðlabankinn hafi ákveðið að eiga viðskipti á markaði, á fyrrnefndum tíma, þar sem um skammtímaaðstæður á markaði hafi verið að ræða. „Við höfum átt viðskipti á markaði við sambærilegar aðstæður áður," segir Már. Hann segir krónuna vera undir þrýstingi vegna gjalddaga á lánum fyrirtækja og sveitarfélaga sem ekki geti endurfjármagnað skuldir í erlendri mynt og þurfi því að greiða upp háa gjalddaga. Sú staða muni vara eitthvað áfram, en erfitt sé að segja til um hvort krónan muni styrkja eða veikjast á næstunni.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira