Fréttaskýring: Hætta á ferðum vegna skulda Landsbankans Magnús Halldórsson skrifar 5. janúar 2013 10:42 Seðlabanki Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann segir að hlé verði gert á reglulegum gjaldeyriskaupum bankans á gjaldeyrismarkaði. Frá septembermánuði árið 2010 hefur bankinn keypt vikulega gjaldeyri á markaði, fyrst hálfa milljón evra og frá júlí 2012 eina milljón evra, sem samsvarar um það bil hálfum milljarði króna í viku hverri. Á heildina litið námu gjaldeyriskaup Seðlabankans á árinu 2012 um það bil 20 milljörðum króna en á móti kom að bankinn seldi gjaldeyri fyrir 3 milljarða króna í inngripum 6. mars 2012 og á Gamlársdag síðasta árs. Eins og Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu sl. miðvikudagskvöld var ákveðið að grípa inn í gjaldeyrisviðskipti eftir að krónan veiktist skarplega á milli jóla og nýárs, eða um tæplega þrjú prósent á fimm viðskiptadögum. Bankinn keypti krónur fyrir ríflega milljarða, eða um 6 milljónir evra á Gamlársdag. Ástæðan fyrir veikingunni er talin ver sú, að ýmsir fjárfestar á gjaldeyrismarkaði, þar á meðal fjármálafyrirtæki, hafi verið að „stilla sig af" eins og einn viðmælandi fréttastofu komst að orði, fyrir áramótin.Skuldabréf Landsbankans áhrifavaldur Greining Arion banka gerir þessa stöðu að umtalsefni í markaðspunktum sínum í dag. Þar segir að fyrirséð hafi verið að gjaldeyrismisvægi eigna og skulda Landsbankans myndi aukast talsvert um áramótin vegna skuldabréfs milli gamla og nýja bankans sem gefið verður út þann 31. mars næstkomandi, og því hugsanlegt að bankinn myndi reyna að rétta sig eitthvað af fyrir árslok, með fyrrnefndum veikingaráhrifum á gengi krónunnar. Frá og með 31. desember síðastliðnum er bréfið fært í evrum í bókum bankans, en það hefur verið fært í krónum hingað til. Upphæðin skal jafnframt umreiknuð í evrur miðað við skráð gengi Seðlabankans þann 31. desember. Lágt gengi krónunnar í árslok leiðir því til þess að fjárhæð bréfsins í evrum er lægra en ella. Til viðbótar sparaði bankinn sér vaxtakostnað með því að greiða inn á gjalddaga bréfs milli gamla og nýja bankans fram í tímann á nýliðnu ári og Greiningadeildin telur ekki útilokað að hann hafi í hyggju að halda því áfram, en til þess þurfi Landsbankinn að verða sér úti um gjaldeyri.Miklar skuldir Nýi bankinn þarf að greiða ríflega 300 milljarða í evrum, miðað við núverandi gengi, til gamla bankans á næstu fjórum árum. Í inngangsorðum sérrits Seðlabankans um fjármálastöðugleika, frá miðju ári í fyrra, segir Már Guðmundsson að nauðsynlegt sé að semja um að lengja í þessum lánum til þess að létta á greiðslunum, þar sem þær geti sett mikinn þrýsting á krónuna. Í sérstakri rammagrein inn í ritinu er talað enn skýrar. Orðrétt segir: „Áætlaðar afborganir af erlendum lánum annarra en ríkissjóðs á næstu árum eru mjög miklar. Greiðslubyrðin þyngist verulega á árinu 2015 þegar afborganir af skuldabréfum milli nýja og gamla Landsbankans hefjast að fullu. Greiðslubyrðin undirstrikar nauðsyn þess að samningar náist við lánardrottna um framlengingar núverandi lána og að innlendir aðilar fái aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum. Að óbreyttu er hætta á að afborganir og vaxtagreiðslur af þessum erlendu lánum geti valdið óstöðugleika á næstu árum."Samningaviðræður ekki skilað neinu Samningaviðræður standa nú yfir, en hafa ekki skilað sér í lengingu lánanna ennþá. Til marks um hversu háar greiðslur þetta eru þá er eigið fé Landsbankans, miðað síðasta birta uppgjör, 212 milljarðar króna. Enginn endurreistu bankanna þriggja, Íslandsbanka, Arion banka eða Landsbanka, hefur enn opnað á markaðsfjármögnun á erlendum mörkuðum, og hafa bankarnir því ekki aðgengi að erlendum gjaldeyri, nema að mjög takmörkuðu leyti. Skuldabréfaútgáfur þeirra erlendis hafa þó verið í undirbúningi, en skuldatryggingaálagið á Ísland skiptir þar nokkru, þar sem vaxtakjör ráðast meðal annars af því. Það hefur ekki verið lægra frá hruni fjármálakerfisins um þessar mundir, og er nú um 180 punktar, 1,8 prósentustig. Álag upp á 180 punkta þýðir að það kostar 1,8 prósent af nafnverði skuldabréfs til fimm ára að tryggja það gegn greiðslufalli. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Seðlabanki Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann segir að hlé verði gert á reglulegum gjaldeyriskaupum bankans á gjaldeyrismarkaði. Frá septembermánuði árið 2010 hefur bankinn keypt vikulega gjaldeyri á markaði, fyrst hálfa milljón evra og frá júlí 2012 eina milljón evra, sem samsvarar um það bil hálfum milljarði króna í viku hverri. Á heildina litið námu gjaldeyriskaup Seðlabankans á árinu 2012 um það bil 20 milljörðum króna en á móti kom að bankinn seldi gjaldeyri fyrir 3 milljarða króna í inngripum 6. mars 2012 og á Gamlársdag síðasta árs. Eins og Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu sl. miðvikudagskvöld var ákveðið að grípa inn í gjaldeyrisviðskipti eftir að krónan veiktist skarplega á milli jóla og nýárs, eða um tæplega þrjú prósent á fimm viðskiptadögum. Bankinn keypti krónur fyrir ríflega milljarða, eða um 6 milljónir evra á Gamlársdag. Ástæðan fyrir veikingunni er talin ver sú, að ýmsir fjárfestar á gjaldeyrismarkaði, þar á meðal fjármálafyrirtæki, hafi verið að „stilla sig af" eins og einn viðmælandi fréttastofu komst að orði, fyrir áramótin.Skuldabréf Landsbankans áhrifavaldur Greining Arion banka gerir þessa stöðu að umtalsefni í markaðspunktum sínum í dag. Þar segir að fyrirséð hafi verið að gjaldeyrismisvægi eigna og skulda Landsbankans myndi aukast talsvert um áramótin vegna skuldabréfs milli gamla og nýja bankans sem gefið verður út þann 31. mars næstkomandi, og því hugsanlegt að bankinn myndi reyna að rétta sig eitthvað af fyrir árslok, með fyrrnefndum veikingaráhrifum á gengi krónunnar. Frá og með 31. desember síðastliðnum er bréfið fært í evrum í bókum bankans, en það hefur verið fært í krónum hingað til. Upphæðin skal jafnframt umreiknuð í evrur miðað við skráð gengi Seðlabankans þann 31. desember. Lágt gengi krónunnar í árslok leiðir því til þess að fjárhæð bréfsins í evrum er lægra en ella. Til viðbótar sparaði bankinn sér vaxtakostnað með því að greiða inn á gjalddaga bréfs milli gamla og nýja bankans fram í tímann á nýliðnu ári og Greiningadeildin telur ekki útilokað að hann hafi í hyggju að halda því áfram, en til þess þurfi Landsbankinn að verða sér úti um gjaldeyri.Miklar skuldir Nýi bankinn þarf að greiða ríflega 300 milljarða í evrum, miðað við núverandi gengi, til gamla bankans á næstu fjórum árum. Í inngangsorðum sérrits Seðlabankans um fjármálastöðugleika, frá miðju ári í fyrra, segir Már Guðmundsson að nauðsynlegt sé að semja um að lengja í þessum lánum til þess að létta á greiðslunum, þar sem þær geti sett mikinn þrýsting á krónuna. Í sérstakri rammagrein inn í ritinu er talað enn skýrar. Orðrétt segir: „Áætlaðar afborganir af erlendum lánum annarra en ríkissjóðs á næstu árum eru mjög miklar. Greiðslubyrðin þyngist verulega á árinu 2015 þegar afborganir af skuldabréfum milli nýja og gamla Landsbankans hefjast að fullu. Greiðslubyrðin undirstrikar nauðsyn þess að samningar náist við lánardrottna um framlengingar núverandi lána og að innlendir aðilar fái aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum. Að óbreyttu er hætta á að afborganir og vaxtagreiðslur af þessum erlendu lánum geti valdið óstöðugleika á næstu árum."Samningaviðræður ekki skilað neinu Samningaviðræður standa nú yfir, en hafa ekki skilað sér í lengingu lánanna ennþá. Til marks um hversu háar greiðslur þetta eru þá er eigið fé Landsbankans, miðað síðasta birta uppgjör, 212 milljarðar króna. Enginn endurreistu bankanna þriggja, Íslandsbanka, Arion banka eða Landsbanka, hefur enn opnað á markaðsfjármögnun á erlendum mörkuðum, og hafa bankarnir því ekki aðgengi að erlendum gjaldeyri, nema að mjög takmörkuðu leyti. Skuldabréfaútgáfur þeirra erlendis hafa þó verið í undirbúningi, en skuldatryggingaálagið á Ísland skiptir þar nokkru, þar sem vaxtakjör ráðast meðal annars af því. Það hefur ekki verið lægra frá hruni fjármálakerfisins um þessar mundir, og er nú um 180 punktar, 1,8 prósentustig. Álag upp á 180 punkta þýðir að það kostar 1,8 prósent af nafnverði skuldabréfs til fimm ára að tryggja það gegn greiðslufalli.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun