Viðskipti innlent

Eignir innlánsstofnana orðnar 2.932 milljarðar

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.932 milljörðum kr. í lok nóvember og höfðu þar með hækkað um 21 milljarða kr. frá því í október.

Innlendar eignir námu 2.565 milljörðum kr. og hækkuðu um 16 milljarða kr. í mánuðinum. Erlendar eignir námu 366 milljörðum kr. í lok nóvember og hækkuðu um 5,5 milljarða kr. frá fyrri mánuði.

Í lok nóvember námu heildarskuldir innlánsstofnana 2.438 milljörðum kr. og hækkuðu um 11 milljarða kr. frá fyrri mánuði, að því er segir í hagtölum Seðlabankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×