Viðskipti innlent

Heimsaflinn var tæpar 90 milljónir tonna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ Vilhelm.
Heimsafli var 89,5 milljónir tonna árið 2010 og dróst saman um eina milljón tonna frá árinu á undan, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansjósa.

Asía var sú heimsálfa sem átti stærsta hlutann í heimsaflanum, næst kom Ameríka og svo Evrópa. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2010 en Norðmenn, sem veiddu mest allra Evrópuþjóða, voru í 10. sæti heimslistans. Íslendingar veiddu næst mest allra Evrópuþjóða en voru í 19. sæti heimslistans.

Tölur frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES) um afla erlendra ríkja við Ísland á nýliðnu ári liggja ekki enn fyrir og verða birtar um leið og þær berast Hagstofu Íslands.

Nánar má lesa um þetta mál hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×