Viðskipti innlent

Kortið straujað 7% meira en síðustu jól

Jólaverslun í Smáralindinni.
Jólaverslun í Smáralindinni. Mynd / / Valgarður Gíslason
Í desember varð heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum um 7 % ef miðað er við sama tímabil í fyrra samkvæmt Valitor sem birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kreditkorta.

Þar kemur í ljós að notkun innanlands jókst um 7,6% en erlendis var veltuaukningin 3,7%. Tímabilið sem miðað er við, er frá 22. nóvember til 21. desember, annars vegar 2011 og hins vegar 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×