Viðskipti innlent

Lágmarkslaun hafa tvöfaldast

BBI skrifar
Lágmarkslaun hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 2004 og kaupmáttur þeirra hefur aukist um 19%. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins.

Umsamin lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði voru 93 þúsund í ársbyrjun 2004. Í kjarasamningum sem gerðir hafa verið síðan hafa lágmarkslaunin hækkað umfram almennar launahækkanir á hverju ári. Á árinu 2012 voru lágmarkslaunin komin í 193 þúsund krónur og höfðu því rúmlega tvöfaldast frá árinu 2004.

„Frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2012 hækkaði launavísitala Hagstofunnar um 79% og kaupmáttur launa jókst um 2,4%. Lágmarkslaunin hækkuðu mun meira, eða um rúm 107%, og kaupmáttur þeirra jókst um tæplega 19%. Lágmarkslaunin eru þannig mun hærra hlutfall af greiddum launum en þau voru fyrir fáum árum," segir á vefsíðum Samtaka atvinnulífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×