Viðskipti innlent

Skuldabréfamarkaðurinn margfalt stærri en hlutabréfamarkaðurinn

Heildarviðskipti með skuldabréf í Kauphöll Íslands á nýliðnu ári námu 2.324 milljörðum sem samsvarar 9,3 milljarða veltu á dag, samanborið við 10,3 milljarða veltu á dag árið á undan. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 1.641 milljarði en viðskipti með íbúðarbréf námu 627 milljörðum.

Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu hins vegar 89 milljörðum eða 356 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf árið á undan 69 milljarðar eða 272 milljónir á dag.

Mest hlutabréfaviðskipti voru með bréf í Marel eða fyrir 27,4 milljarða króna, 26,3 milljarða viðskipti voru með bréf í Icelandair Group og viðskipti með bréf í Högum námu 20,5 milljörðum króna.

Á Aðalmarkaði hækkaði verð bréfa Icelandair Group mest eða um 63% á árinu og næst verð bréfa Haga um 39%. Á First North markaðnum hækkaði verð bréfa Hampiðjunnar mest eða 124%.

Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækkaði um 16,8% á árinu og stendur nú í 1059 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×