Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2013 11:19 Ola Borten Moe í Ráðherrabústaðnum í gær. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að „elefant" sé á Drekasvæðinu. Hugtakið „elefant", eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið „flóðhestur" er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. Blaðamaður Aftenbladet úr olíuborginni Stavanger, sem var í hópi þeirra sem fylgdu olíumálaráðherranum til Íslands, sá ástæðu til að spyrja hvort hann vonaðist eftir „elefant" á Drekanum, en lengi hefur verið orðrómur um að rannsóknargögn gefi sterkar vísbendingar um að þar megi finna slíkar auðlindir. Svar ráðherrans er að það yrði ánægjulegt fyrir Ísland, og einnig ánægjulegt fyrir Noreg. Frétt Stavanger Aftenblad birtist undir fyrirsögninni „Hér er skálað fyrir stórum olíufundi". Svar jarðfræðingsins Terje Hagevangs, leitarstjóra Valiant, sem talinn er manna fróðastur um Drekasvæðið, gefur einnig til að kynna að hann telji líkur á „elefant". Hagevang segir í frétt blaðsins að svæðið lofi mjög góðu. „Hér sjáum við möguleika á stórfundi." Blaðið hefur eftir honum að bergmálsmælingar sýni skýr merki um mikið af kolvetnum undir hafsbotninum. Dæmið af 6,7% hlut Norsk Hydro í Ekofisk-svæðinu er stundum notað um þann gríðarlega hagnað sem risaolíulindir gefa af sér. Þessi litli hlutur er mesta gróðalind í sögu Norsk Hydro. Það er því ekki endilega greiðasemi við Íslendinga sem skýrir þá ákvörðun norskra stjórnvalda og ríkisolíufélagsins Petoro að nýta sér 25% þátttökurétt í vinnsluleyfum á Drekasvæðinu. Fjórðungshlutur í „elefant" er einfaldlega ávísun á mikil auðævi, og fílarnir gætu reynst fleiri en einn og fleiri en tveir. Enda sagði Ola Borten Moe í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: „Þetta lofar góður og felur í sér ágóðavon. Þetta gæti einnig orðið jákvæð verðmætasköpun fyrir Noreg." Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að „elefant" sé á Drekasvæðinu. Hugtakið „elefant", eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið „flóðhestur" er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. Blaðamaður Aftenbladet úr olíuborginni Stavanger, sem var í hópi þeirra sem fylgdu olíumálaráðherranum til Íslands, sá ástæðu til að spyrja hvort hann vonaðist eftir „elefant" á Drekanum, en lengi hefur verið orðrómur um að rannsóknargögn gefi sterkar vísbendingar um að þar megi finna slíkar auðlindir. Svar ráðherrans er að það yrði ánægjulegt fyrir Ísland, og einnig ánægjulegt fyrir Noreg. Frétt Stavanger Aftenblad birtist undir fyrirsögninni „Hér er skálað fyrir stórum olíufundi". Svar jarðfræðingsins Terje Hagevangs, leitarstjóra Valiant, sem talinn er manna fróðastur um Drekasvæðið, gefur einnig til að kynna að hann telji líkur á „elefant". Hagevang segir í frétt blaðsins að svæðið lofi mjög góðu. „Hér sjáum við möguleika á stórfundi." Blaðið hefur eftir honum að bergmálsmælingar sýni skýr merki um mikið af kolvetnum undir hafsbotninum. Dæmið af 6,7% hlut Norsk Hydro í Ekofisk-svæðinu er stundum notað um þann gríðarlega hagnað sem risaolíulindir gefa af sér. Þessi litli hlutur er mesta gróðalind í sögu Norsk Hydro. Það er því ekki endilega greiðasemi við Íslendinga sem skýrir þá ákvörðun norskra stjórnvalda og ríkisolíufélagsins Petoro að nýta sér 25% þátttökurétt í vinnsluleyfum á Drekasvæðinu. Fjórðungshlutur í „elefant" er einfaldlega ávísun á mikil auðævi, og fílarnir gætu reynst fleiri en einn og fleiri en tveir. Enda sagði Ola Borten Moe í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: „Þetta lofar góður og felur í sér ágóðavon. Þetta gæti einnig orðið jákvæð verðmætasköpun fyrir Noreg."
Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Sjá meira
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37