Viðskipti innlent

Arion banki orðinn stór hluthafi í Högum

Arion banki hefur yfirtekið allan eignarhlut dótturfélags síns Eignabjargs ehf. í Högum eða sem samsvarar 4,33% eignarhaldi. Fyrir yfirtökuna fór bankinn beint með 1,27% atkvæðisréttar í Högum en eftir yfirtökuna fer bankinn beint með 5,60% atkvæðisréttar.

Auk þess fer bankinn óbeint með 1,53% atkvæðisréttar, vegna eignarhlutar Lífeyrisauka. Þetta kemur fram í flöggun í Kauphöllinni milli jóla og nýárs.

Yfirfærslan er til komin vegna minnkandi umsvifa Eignabjargs en félagið hefur undanfarið selt Pennann, BM Vallá, Sigurplast og 10-11 auk sölu á meirihluta eignar sinnar í Högum.

Eftir viðskiptin heldur Eignabjarg fyrst og fremst á hlutum í fasteignafélaginu Reitum. Fyrir liggur að starfsemi Eignabjargs verður tímabundin, þ.e. þar til búið er að ganga frá fjárhagslegri endurskipulagningu og sölu á þeim eignum sem félagið hefur umsjón með fyrir hönd bankans, að því er segir í flögguninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×