Viðskipti innlent

Icelandair kaupir tvær flugvélar

Icelandair mun reka átján flugvélar næsta sumar og hefur aldrei rekið fleiri. Fréttablaðið/vilhelm
Icelandair mun reka átján flugvélar næsta sumar og hefur aldrei rekið fleiri. Fréttablaðið/vilhelm
Icelandair hefur gengið frá kaupum á tveimur nýjum Boeing 757-200 flugvélum. Flugvélarnar verða teknar í notkun í sumar en flugfélagið stefnir að því að nota þá átján flugvélar í stað sextán eins og síðasta sumar.

„Við tilkynntum snemma í haust að við stefndum að því að auka sætaframboð um 15% miðað við árið 2012. Til að geta staðið við það þyrftum við að fjölga vélum um tvær. Síðan höfum við verið að skoða hvort það væri hagkvæmara að kaupa eða leigja nýjar flugvélar og þetta varð niðurstaðan,“ segir Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair Group.

Icelandair kaupir vélarnar notaðar frá American Airlines en Boeing hætti framleiðslu á 757-200 flugvélum árið 2004. Vélarnar tvær eru nú á leið í venjubundið innleiðingarferli sem felst meðal annars í því að skipta um sæti í þeim og setja upp skemmtikerfi. Kaupin á vélunum tveimur koma í kjölfar þess að Icelandair gekk í desember frá kaupum á tólf nýjum 737 MAX8 flugvélum frá Boeing sem stefnt er að því að bætist við flota félagsins árið 2018. Þær vélar eru minni og sparneytnari.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×