Viðskipti innlent

Á­kæra gegn Jóni Ás­geiri og Lárusi Welding þing­fest í fyrra­málið

Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur
Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur Mynd/Vilhelm

Ákæra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrramálið.

Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðsvik þegar Glitnir veitti félaginu FS38 sex milljarða króna lán til kaupa á félaginu Aurum Holding sem rekur vinsælar skartgripaverslanir. Þetta er annað málið sem rekið er gegn Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Lárus hlaut, sem kunnugt er, níu mánaða fangelsisdóm í Vafningsmálinu svokallaða rétt fyrir áramót. Þar af voru þrír mánuðir óskilorðsbundnir.

Hann mun, samkvæmt lögum, geta fullnustað þann dóm með samfélagsþjónustu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×