Viðskipti innlent

Veiking krónunnar nýttist Landsbankanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Veiking krónunnar seinnihluta desembermánaðar er mikilvæg fyrir Landsbankann vegna uppgjörs Landsbankans á skuldabréfi milli gamla og nýja bankans.

Í Markaðspunktum Greiningadeildar Arion banka segir að fyrirséð hafi verið að gjaldeyrismisvægi eigna og skulda Landsbankans myndi aukast talsvert um áramótin vegna þessa skilyrta skuldabréfs milli gamla og nýja bankans sem gefið verður út þann 31. mars næstkomandi, og því hugsanlegt að bankinn myndi reyna að rétta sig eitthvað af fyrir árslok. Frá og með 31. desember síðastliðnum er bréfið fært í evrum í bókum bankans, en það hefur verið fært í krónum hingað til.

Upphæðin skal jafnframt umreiknuð í evrur miðað við skráð gengi Seðlabankans þann 31. desember. Lágt gengi krónunnar í árslok leiðir því til þess að fjárhæð bréfsins í evrum er lægra en ella. Til viðbótar sparaði bankinn sér vaxtakostnað með því að greiða inn á gjalddaga bréfs milli gamla og nýja bankans fram í tímann á nýliðnu ári og Greiningadeildin telur ekki útilokað að hann hafi í hyggju að halda því áfram, en til þess þurfi Landsbankinn að verða sér úti um gjaldeyri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×