Fleiri fréttir

Hagnaður Marel minnkar milli ára

Hagnaður Marel eftir skatta á þriðja ársfjórðungi ársins nam tæplega 1,4 milljörðum kr. Þetta er nokkuð minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam rúmlega 1,7 milljörðum kr.

Skulda Isavia tugi milljóna króna

Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendingagjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa milljón dollara, eða rúmlega 60 milljónir króna.

Rúmur helmingur í iðnað og stóriðju

Rúmur helmingur þeirrar fjárfestingar sem ratað hefur inn í landið á grundvelli fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands hefur farið í fjárfestingar í iðnaði, hátækniiðnaði, stóriðju og matvælaiðnaði. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum.

Eimskip ekki á neinu útsöluverði

Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar.

Fjögur ár frá hruni - allar greinarnar á einum stað

Allur greinaflokkur Fréttablaðsins, í tilefni af því að fjögur ár voru í byrjun október frá því að fjármálakerfi Íslands hrundi og gengi krónunnar féll hratt, er nú aðgengilegur í heild sinni hér á Vísi.

LSR vissu ekki að þeir væru að selja Bakkvarabræðrum hlutabréf

Framkvæmdastjóri LSR segist ekki hafa vitað að hann væri að selja Bakkavarabræðrum hlutabréf sjóðsins í Bakkavör þegar tilboð barst frá þriðja aðila. Á sama tíma og Lýður Guðmundsson sætir ákæru sérstaks saksóknara eru hann og bróðir hans smám saman að ná yfirráðum yfir Bakkavör að nýju.

Iceland Express skuldar Isavia verulega upphæð

Iceland Express skuldar Isavia verulegar upphæðir vegna lendingagjalda, segir Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi í samtali við Vísi. Hann segist ekki vera með nákvæma tölu á reiðum höndum, en samkvæmt heimildum Vísis er þar um að ræða tugi milljóna króna.

Sá besti hefur ávaxtað eignir sínar um 8,78 prósent

Sá sem bestum árangri hefur náð í Ávöxtunarleiknum, frá að hann hófst 1. október sl., hefur náð að ávaxta spilapeninga sína um 8,86 prósent. Það verður að teljast góð ávöxtun á einungis rúmlega þremur vikum, ekki síst þar sem reglur leiksins segja til um að dreifing eigna verði að góð, þ.e. í hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og sjóðum.

Húsleitir og handtökur á vegum sérstaks saksóknara

Þrír af aðstandendum fjárfestingarfélagsins Ardvis voru handteknir í morgun í rassíu embættis sérstaks saksóknara, að því er segir á vef DV.is. Meðal þeirra er helsti hugmyndafræðingur Ardvis, Bjarni Þór Júlíusson, að því er segir í frétt DV. Samhliða handtökunum fara fram húsleitir vegna rannsóknar embættisins. Þremenningarnir hafa verið færðir til yfirheyrslu hjá embættinu.

WOW air í samkeppni á ellefu leiðum af fimmtán

WOW air er í samkeppni við önnur flugfélög á ellefu leiðum af þeim fimmtán sem flugfélagið flýgur til næsta sumar. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is. Icelandair flýgur til átta borga sem WOW air flýgur til, flugfélögin German Wings Airberlin og Lufthansa fljúga til þriggja borga í Þýskalandi sem WOW mun fljúga til. Aftur á móti mun WOW air sitja eitt að áætlunarflugi til Alicante, Varsjár, Vilnius og Lyon.

Deutshe Bank hvorki bað um né fékk undanþágu

Deutsche Bank hefur hvorki beðið um né fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn frá Eygló Harðardóttur þingmanni Framsóknarflokksins á Alþingi.

Bræðurnir orðnir stærstir í Bakkavör

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir.

Óbreyttir vextir hjá Seðlabankanum

Engar breytingar verða á vöxtum Seðlabankans í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu bankans en sem kunnugt er var stýrivöxtum bankans haldið óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun.

Dvínandi virði

Miklar væntingar voru bundnar við Facebook þegar það var sett á markað í maí. Í upphafi fór verðið yfir 38 dali á hlut, en í ljós kom innan nokkurra daga að fyrirtækið hafi verið ofmetið, lægst fór virði hluta í 17,7 dali, en framan af degi í gær var verðið um 19,5 dalir.

Skipti tryggir rekstrarhæfi út árið

Í ársreikningnum segir að „þrátt fyrir rekstrartap á árinu 2011 hefur orðið umtalsverður viðsnúningur í rekstri félagsins á árinu 2011 þar sem rekstrartap hefur lækkað verulega samanborið við fyrra ár og skýrist það einkum af hagræðingaraðgerðum stjórnenda auk þess sem vöxtur hefur verið í tekjum félagsins á árinu […] Eiginfjárstaða félagsins í árslok

Snjallsíminn greiðslumáti framtíðarinnar

Áhugasamir Íslendingar geta átt þess kost eftir næstu áramót að nýta snjallsíma til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Íslenska kortafyrirtækið Valitor stendur fyrir þessu verkefni í samstarfi við Visa Europe og hugbúnaðarfyrirtækinu Oberthur Technologies. Markmiðið er að innleiða nýja tækni sem býður upp á snertilausar kreditkortagreiðslur með snjallsíma við posabúnað.

Skjárinn tapaði um 300 milljónum í fyrra

Skjárinn ehf., sem rekur SkjáEinn, SkjáBíó, SkjáHeim og SkjáGolf, tapaði 285 milljónum króna í fyrra. Það er tæpum hundrað milljónum króna minna en félagið tapaði árið áður. Samtals nemur tap Skjásins á árunum 2010 og 2011 663 milljónum króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 653 milljónir króna um síðustu áramót. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi þess.

Skúli Mogensen: Erum búnir að flörta svolítið lengi

"Það er óhætt að segja að við séum búnir að "flörta“ svolítið lengi,“ svarar Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air sem keypti rekstur Iceland Express en um það var tilkynnt í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis segir Skúli að eftir þetta "daður“ á milli félaganna um einhverskonar samruna eða kaup, hafi forsvarsmenn fyrirtækjanna sest niður í síðustu viku og hlutirnir hafi gerst hratt í framhaldinu.

Hluta af starfsfólkinu sagt upp

Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW.

Össur: Þriðji ársfjórðungir undir væntingum

Lítil sala í Bandaríkjunum hefur hægt á vexti Össurar og er afkoma fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi undir væntingum. Söluvöxtur var 2 prósent en heildarsala nam 99 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 12.4 milljörðum króna, samanborið við 101 milljón dala á sama tímabili árið 2011.

Íslendingar selja farþegum skemmtiferðaskipa mat fyrir 300 milljónir

Mögulegar árlegar tekjur af sölu matvæla til skemmtiferðaskipa sem koma hingað til lands geta numið rúmlega 3 milljörðum króna, en áætla má að núverandi hlutdeild íslenskra fyrirtækja í þeirri veltu sé rétt tæplega 10% eða 300 milljónir miðað við tölur frá árinu 2010, en þá komu um 160 þúsund farþegar komu með 219 skemmtiferðaskpum. Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, bendir á að komum skemmtiferðaskipa til Íslands hafi fjölgað og því séu tölurnar jafnvel enn hærri í ár.

Hótel Borg valið fremsta hótel Íslands

Hótel Borg var valið “ Iceland´s Leading Hotel “ eða fremsta hótel Íslands á verðlauna-afhendingu World Tavel Awards. Árlega verðlauna samtökin framúrskarandi fyrirtæki í ferðaþjónustu í Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku.

Sendiherra jarðar upptöku kanadadollars

Þórður Óskarsson sendiherra Íslands í Kanada segir í viðtali við blaðið Montreal Gazette að hugmyndir um að Íslendingar taki upp kanadadollarann sem gjaldmiðil hafi endanlega verið slegnar út af borðinu.

Kaupmáttur dregst saman

Launavísitalan hækkaði um 0,6 prósent frá fyrri mánuði í september síðastliðnum, að því er fram kemur í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands.

Stjórnendur eignast hluti á mun lægra gengi en fjárfestar

Framkvæmdastjórar Eimskipafélagsins hafa samið um að fá að kaupa hlutabréf í félaginu á genginu 0,839 evrur á hlut, eða sem nemur 135 krónum á hvern hlut. Samtals hafa stjórnendurnir fengið kauprétt á 8,75 milljónum hlutum í félaginu, sem jafngildir ríflega fjögurra prósenta hlut. Stjórnendurnir sex sem hafa fengið kauprétt á bréfum í félaginu eru forstjórinn Gylfi Sigfússon, Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmastjóri fjármála, Bragi Þór Marinósson, alþjóðasviði, Guðmunur Nikulásson, innanlandssviði, Ásbjörn Skúlason, rekstrarsviði, og Matthías Matthíasson, á sölu og þjónustusviði.

Völdum fjárfestum fyrst boðið að kaupa bréf í Eimskipafélaginu

Frá 23. október til 25. október verður takmörkuðum fjölda fjárfesta, völdum af Eimskipafélaginu og þeim sem umsjón hafa með skráningarferli Eimskipafélagsins á markað, þ.e. Straumi fjárfestingabanka og Íslandsbanka, boðið að skrá sig fyrir hlutum í félaginu á bilinu 205 til 225 krónur á hlut. Samkvæmt því verðmati er heilarvirði félagsins á bilinu 41 til 45 milljarðar króna.

Smálán til einstaklinga 80 þúsund héðan í frá

Hámarksupphæð smálána til einstaklinga verða 80 þúsund krónur héðan í frá. Þetta var samþykkt á fundi Útlána, sem er vettvangur flestra íslenskra smálánafyrirtækja, þar á meðal 1909 ehf., Kredia ehf. og Smálán ehf.

Drómi ætlar að hefja endurútreikning strax

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði í morgun með fulltrúum Dróma og Lýsingar vegna vaxtadóms Hæstaréttar á fimmtudag. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var Arion banka óheimilt að reikna vexti afturvirkt af ólöglegum gengistryggðum lánum, þar sem stefnandi, sem var Borgarbyggð, hafði staðið í skilum og fullnaðarkvittanir lágu fyrir.

Forsendur kjarasamninga að bresta

Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Þetta er fullyrt í Morgunkorni Íslandsbanka, sem kom út nú rétt fyrir hádegi. Þar segir að ef horft sé fram á veginn sé útlit fyrir sú verðbólga sem nú sé í kortunum verði búin að éta upp nánast alla þá 7% hækkun sem samið var um í síðustu kjarasamningum fyrir lok þessa árs.

Aron sagði það að "taka snúning“ vera að "gera eitthvað“

Aron Karlsson, sem ákærður er fyrir fjársvik í tengslum við viðskipti með Skúlagötu 51 þar sem kínverska sendiráðið er til húsa, bar við minnisleysi um vegamikil atriði við aðalmeðferð málsins í morgun. Hann sagði Gísla Gíslason lögmann hafa séð um öll samskipti við banka fyrir sína hönd. Vitnað var til samskipta á Skype í dómsal í morgun.

Kaupmáttur launa minnkar

Vísitala kaupmáttar launa í september var 112,0 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,4%.

FME lækkar mat á áhrifum gengislánadóma um 40 milljarða

Sökum hins nýja gengislánadóms Hæstaréttar hefur Fjármálaeftirlitið (FME) lækkað fyrra mat sitt á áhrifum gengislánadóma um 40 milljarða króna. Áður mat eftirlitið að áhrifin af gengislánadómum gætu orðið að hámarki 165 milljarða kr. tap hjá fjármálafyrirtækjum en hefur nú lækkað það hámark niður í 125 milljarða kr.

Niðurskurðurinn kominn að þolmörkum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands fær ekki enn greiddar 32,8 milljónir króna frá ríkinu, sem vantar upp á til rekstursins fyrir árið 2012 en fjárheimildin var samþykkt til að mæta ofgreiddri húsaleigu. Formaður velferðarnefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur áhyggjur af peningaleysi stofnunarinnar og af veikindum starfsfólks, sem rekja má til mikils álags á stofnunni.

Vaxtahækkun myndi sökkva hagkerfinu

Ef Seðlabankinn ætlar að halda áfram að hækka vexti þá sekkur bara hagkerfið. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að hvorki fyrirtæki, heimili né ríkissjóður ráði við þá leið að hækka vexti meira, en þrír fjármálasérfræðingar sem blaðið ræddi við telja að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti fyrir áramót, jafnvel um hálft prósent og bregðast þannig við verðbólguþrýstingi.

OR mun tapa á Gagnaveitu

Orkuveita Reykjavíkur fjárfesti fyrir 11,8 milljarða króna í Gagnaveitu Reykjavíkur fram til ársloka 2011. Þá hafði heildartap fyrirtækisins numið 3,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýbirtri úttektarskýrslu um OR og ársreikningum fyrirtækjanna.

Átján nýjar íbúðir í Kópavogi

Búseti undirritaði í dag samning við verktakafyrirtækið GG-Verk um byggingu 18 íbúða í Austurkór í Kópavogi. Íbúðirnar verða í þremur litlum fjölbýlishúsum. Jafnframt var fyrsta skóflustungan tekin að húsunum en stefnt er að afhendingu fyrstu íbúðanna næsta haust samkvæmt tilkynningu frá Búseti.

Sjá næstu 50 fréttir