Snjallsíminn greiðslumáti framtíðarinnar 24. október 2012 06:00 Kristján Harðarson hjá Valitor og Henrik Bromée frá Visa Europe eru sannfærðir um að framtíðin liggi í snjallsímunum. Fréttablaðið/GVA Áhugasamir Íslendingar geta átt þess kost eftir næstu áramót að nýta snjallsíma til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Íslenska kortafyrirtækið Valitor stendur fyrir þessu verkefni í samstarfi við Visa Europe og hugbúnaðarfyrirtækinu Oberthur Technologies. Markmiðið er að innleiða nýja tækni sem býður upp á snertilausar kreditkortagreiðslur með snjallsíma við posabúnað. „Þetta eykur hagræði fyrir neytendur og kemur sér líka vel fyrir kaupmenn þar sem kaup ganga fljótar fyrir sig," segir Henrik Bromée frá Visa Europe, en hann var staddur hér á landi til að kynna tæknina á ráðstefnu um kortaviðskipti á alþjóðlegum vettvangi sem Valitor stóð fyrir. Visa prófaði tæknina með góðum árangri á Ólympíuleikunum í London, að sögn Henriks, en hann segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir næsta tilraunaverkefni. „Bæði eru Íslendingar sér á báti hvað varðar kortaeign og notkun, en hér eru 2,5 Visakort á hvern mann, samanborið við innan við eitt á mann í Evrópu, og svo er snjallsímanotkun líka mjög útbreidd." Kristján Harðarson, sviðsstjóri markaðs- og þjónustusviðs Valitor, tekur undir það og bendir á að samkvæmt nýlegri könnun MMR sé yfir helmingur landsmanna með snjallsíma. Kerfið gengur þannig fyrir sig að notandi fær útgefið sérstakt símkort með innbyggðri flögu frá kortafyrirtækinu, og setur svo upp forrit í símanum sínum, en fyrsta kastið verður hægt að setja það upp í tveimur tegundum af Samsung-símum. Við kaup fyrir lægri upphæð en 3.500 krónur nægir að bera símann upp að posanum, en fyrir hærri upphæðir þarf að slá inn pin-númer á símann. Vilji notendur hins vegar auka öryggið enn frekar er hægt að búa svo um að pin-númer sé alltaf notað. Hvað varðar öryggi segir Kristján að þetta nýja fyrirkomulag sé í engu óöruggara. „Síminn er í raun greiðslukort, en í þessu nýja kerfi er hægt að loka fyrir kortið með tilkynningu til okkar enn hraðar en nú er mögulegt. Þannig er nýja kerfið enn öruggara að mörgu leyti." Hvað varðar kostnað segir Kristján að ljóst sé að kaupmenn munu ekki bera aukinn kostnað af þessu fyrirkomulagi, en hvað notendur áhrærir segir Kristján að ekkert hafi enn verið ákveðið en það muni skýrast með reynslunni. Henrik segir aðspurður að Visa Europe líti þannig á að framtíðin liggi á þessu sviði. „Forstjórinn okkar hefur að minnsta kosti látið hafa það eftir sér að árið 2020 verði allar færslur með Visa gerðar með síma eða álíka tæki." Sé þó litið til nánustu framtíðar hér á landi hefur tilraunaverkefnið verið í undirbúningi frá því í febrúar og á næstu vikum verður komið upp posum á sölustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir áramót munu fimmtíu korthafar fá tilboð um að prófa kerfið til að ganga úr skugga um að allt verði til reiðu í upphafi næsta árs þegar þúsund símkort og þrjú þúsund snertilaus greiðslukort verða gefin út og allt fer á fulla ferð. „Þannig verður það út næsta ár," segir Kristján, „en ef að allt gengur að óskum, eins og ég býst við, verður jafnvel hægt að stíga skrefið til fulls fyrr." Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Áhugasamir Íslendingar geta átt þess kost eftir næstu áramót að nýta snjallsíma til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Íslenska kortafyrirtækið Valitor stendur fyrir þessu verkefni í samstarfi við Visa Europe og hugbúnaðarfyrirtækinu Oberthur Technologies. Markmiðið er að innleiða nýja tækni sem býður upp á snertilausar kreditkortagreiðslur með snjallsíma við posabúnað. „Þetta eykur hagræði fyrir neytendur og kemur sér líka vel fyrir kaupmenn þar sem kaup ganga fljótar fyrir sig," segir Henrik Bromée frá Visa Europe, en hann var staddur hér á landi til að kynna tæknina á ráðstefnu um kortaviðskipti á alþjóðlegum vettvangi sem Valitor stóð fyrir. Visa prófaði tæknina með góðum árangri á Ólympíuleikunum í London, að sögn Henriks, en hann segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir næsta tilraunaverkefni. „Bæði eru Íslendingar sér á báti hvað varðar kortaeign og notkun, en hér eru 2,5 Visakort á hvern mann, samanborið við innan við eitt á mann í Evrópu, og svo er snjallsímanotkun líka mjög útbreidd." Kristján Harðarson, sviðsstjóri markaðs- og þjónustusviðs Valitor, tekur undir það og bendir á að samkvæmt nýlegri könnun MMR sé yfir helmingur landsmanna með snjallsíma. Kerfið gengur þannig fyrir sig að notandi fær útgefið sérstakt símkort með innbyggðri flögu frá kortafyrirtækinu, og setur svo upp forrit í símanum sínum, en fyrsta kastið verður hægt að setja það upp í tveimur tegundum af Samsung-símum. Við kaup fyrir lægri upphæð en 3.500 krónur nægir að bera símann upp að posanum, en fyrir hærri upphæðir þarf að slá inn pin-númer á símann. Vilji notendur hins vegar auka öryggið enn frekar er hægt að búa svo um að pin-númer sé alltaf notað. Hvað varðar öryggi segir Kristján að þetta nýja fyrirkomulag sé í engu óöruggara. „Síminn er í raun greiðslukort, en í þessu nýja kerfi er hægt að loka fyrir kortið með tilkynningu til okkar enn hraðar en nú er mögulegt. Þannig er nýja kerfið enn öruggara að mörgu leyti." Hvað varðar kostnað segir Kristján að ljóst sé að kaupmenn munu ekki bera aukinn kostnað af þessu fyrirkomulagi, en hvað notendur áhrærir segir Kristján að ekkert hafi enn verið ákveðið en það muni skýrast með reynslunni. Henrik segir aðspurður að Visa Europe líti þannig á að framtíðin liggi á þessu sviði. „Forstjórinn okkar hefur að minnsta kosti látið hafa það eftir sér að árið 2020 verði allar færslur með Visa gerðar með síma eða álíka tæki." Sé þó litið til nánustu framtíðar hér á landi hefur tilraunaverkefnið verið í undirbúningi frá því í febrúar og á næstu vikum verður komið upp posum á sölustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir áramót munu fimmtíu korthafar fá tilboð um að prófa kerfið til að ganga úr skugga um að allt verði til reiðu í upphafi næsta árs þegar þúsund símkort og þrjú þúsund snertilaus greiðslukort verða gefin út og allt fer á fulla ferð. „Þannig verður það út næsta ár," segir Kristján, „en ef að allt gengur að óskum, eins og ég býst við, verður jafnvel hægt að stíga skrefið til fulls fyrr."
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira