Viðskipti innlent

Húsleitir og handtökur á vegum sérstaks saksóknara

Ólafur Þór Hauksson.
Ólafur Þór Hauksson.
Þrír af aðstandendum fjárfestingarfélagsins Ardvis voru í handteknir í morgun í rassíu embættis sérstaks saksóknara, að því er segir á vef DV.is. Meðal þeirra er helsti hugmyndafræðingur Ardvis, Bjarni Þór Júlíusson, að því er segir í frétt DV. Samhliða handtökunum fara fram húsleitir vegna rannsóknar embættisins. Þremenningarnir hafa verið færðir til yfirheyrslu hjá embættinu.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti við fréttastofu í morgun að aðgerðir að hálfu embættisins, hefðu verið í gangi vegna fyrrnefnds máls, en varðist frétta af málinu að öðru leyti.

Samkvæmt umfjöllun DV um Ardvis þá höfðu aðstandendur félagsins safnað 130 milljónum króna í hlutafé í lok árs 2010 samkvæmt ársreikningi félagsins, Ardvis hf., fyrir það ár. 141 Íslendingur, að langmestu leyti venjulegt launafólk, hafði þá lofað að leggja Arðvis til samtals rúmlega 363 milljónir króna í hlutafé en áðurnefnd upphæð hafði skilað sér til fyrirtækisins, að því er segir í umfjöllun DV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×