Fleiri fréttir

Íslendingar munu vinna að uppbyggingu fyrir Nubo

Íslendingar munu vinna við uppbyggingu á því svæði sem Huang Nubo fær á Grímsstöðum að fjöllum, að eins miklu leyti og mögulegt er. Þetta sagði Halldór Jóhannsson, talsmaður Nubos á Íslandi, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Hagar hækka eftir sölu Eignabjargs

Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, seldi í dag eitt prósent hlut í smásölufyrirtækinu Högum, sem eiga og reka Bónus og Hagkaup, á genginu 18,95, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands. Eignarhlutur Eignabjargs er nú 4,99 prósent.

Orkuveitan tók milljarða lán vegna fráveituframkvæmda

Orkuveita Reykjavíkur og Lánsjóður sveitarfélaga undirrituðu í dag lánasamning að fjárhæð 6,2 milljónir evra, eða einn milljarður króna. Lánstíminn er til 2020 og eru vextir á lánstímanum Euribor-vextir með 0,46% álagi. Lánið er veitt til að endurfjármagna yfirstandandi fráveituframkvæmdir á Akranesi, í Borgarbyggð og á Kjalarnesi, sem fjármagnaðar voru með óhagkvæmari hætti. Tilkynnt var um að til stæði að taka lánið 26. október síðastliðinn.

ÍLS mun ekki lána fyrir eignum sem kosta meira en 50 milljónir

Íbúðalánasjóði verður óheimilt að veita lán til kaupa á íbúðarhúsnæði þegar hámarksfjárhæð ÍLS-veðbréfa er lægri en 40% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis samkvæmt frumvarpi sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mælti fyrir á Alþingi fyrr í vikunni.

Ölgerðin endurnýir bílaflotann

Ölgerðin hefur fengið afhenta þrjá Mercedes-Benz Actros flutningabíla. Ölgerðin mun endurnýja bílaflota sinn all verulega á næstunni og á næstu vikum fær fyrirtækið fjóra Actros bíla til viðbótar og tvo metanknúna Sprinter bíla.

Greining spáir 25 punkta hækkun

Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans sem er 16. maí. Verða daglánavextir bankans þá 6,25%, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 5,25%, hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 5,0% og innlánsvextir 4,25%.

Sögðu lán til stjórnenda Kaupþings jafn trygg og annarra

Veð fyrir lánum til stjórnenda Kaupþings voru veikari en hjá öðrum viðskiptavinum bankans þó hinu gagnstæða hafi verið haldið fram í árshlutauppgjöri bankans á árinu 2008, að því er fram komi í máli lögmanns þrotabús Kaupþings fyrir dómi í dag. Þrotabúið krefst þess að Sigurður Einarsson greiði 550 milljónir.

Undirrituðu fjárfestingarsamning vegna stálendurvinnslu

Oddný G Harðardóttir, iðnaðarráðherra og fulltrúar GMR Endurvinnslunnar ehf. undirrituðu í dag fjárfestingarsamning vegna stálendurvinnslu á Grundartanga samkvæmt tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins. Samningurinn byggir á lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi og er þetta fimmti fjárfestingarsamningurinn sem gerður er á grundvelli þessara laga.

Netþjónar í sjálfsafgreiðslu

Nýherji býður nú viðskiptavinum í betaprófanir á tölvuskýi félagsins. Þar geta viðskiptavinir sett upp netþjóna í sjálfsafgreiðslu og aðeins greitt fyrir þær klukkustundir sem þjónarnir eru í notkun. Engin fjárbinding er í búnaði fyrir viðskiptavini þar sem hann er vistaður í tölvuskýi Nýherja, sem annast allar uppfærslur, öryggi og viðhald.

Krefjast þess að Sigurður greiði 550 milljónir

Þrotabú Kaupþings krefst þess að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, greiði til baka 550 milljónir króna vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hans. Lögmaður þrotabúsins sagði fyrir dómi í morgun að Sigurður ætti ekki að geta sloppið undan þessum greiðslum.

Borgin kaupir bíla fyrir 300 milljónir

Reykjavíkurborg hyggst kaupa nýja bíla fyrir rúmlega 300 milljónir í ár. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að tilgangurinn með því að kaupa nýja bíla sé að fá sparneytnari og umhverfisvænni bíla í flotann og samnýta bílana betur. Erindi frá framkvæmda- og eignasviði borgarinnar var afgreitt í borgarráði á fimmtudaginn.

Tæplega 2,7 milljarðar greiddir til íbúðaeigenda

Ríkissjóður greiddi út tæplega 2,7 milljarða króna í sérstakar vaxtaniðurgreiðslur til húseigenda um síðustu mánaðamót vegna skulda íbúðarhúsnæðis þeirra. Vaxtaniðurgreiðsla er greidd út í tvennu lagi. Fyrri greiðslan var greidd út 1. maí og seinni greiðslan verður 1. ágúst næstkomandi. Það voru rétt rúmlega 90 þúsund húseigendur sem fengu vaxtagreiðslu um síðastliðin mánaðarmót og var greiðsla á mann að meðaltali 30 þúsund krónur.

Bakkavararbræður líklegastir til að kaupa

Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa tryggt sér 25 prósenta hlut í Bakkavör Group gegn því að gefa eftir meirihluta í stjórn félagsins. Afgangurinn, um 75 prósenta hlutur, verður í eigu íslenskra kröfuhafa sem breyta kröfum sínum í nýtt hlutafé. Svissneski risabankinn Credit Suisse telur að sá hluti verði seldur fljótlega og að líklegustu kaupendur hans séu bræðurnir. Gangi það eftir munu þeir eignast félagið sem þeir í raun misstu, samkvæmt skilmálum nauðasamninga félagsins, að nýju. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að vel komi til greina að selja hlutinn til annarra aðila.

Telja líklegast að bakkavarabræður eignist Bakkavör á ný

Sérfræðingar svissneska risabankans Credit Suisse telja líklegast að Ágúst og Lýður Guðmundssynir séu að fara eignast ráðandi hlut í Bakkavör á nýjan leik, en fyrirtækið er nú nánast að öllu leyti undir stjórn lífeyrissjóða og banka.

Glitnir og tólf lífeyrissjóðir ná samkomulagi um skuldauppgjör

Glitnir hf. og tólf lífeyrissjóðir ásamt undirsjóðum þeirra hafa náð samkomulagi um skuldauppgjör. Um er að ræða rammasamkomulag sem felur í sér að hver lífeyrissjóður um sig og Glitnir hf. munu gera upp kröfur sem aðilar eiga hvor á annan með sambærilegum hætti.

Icelandair group tapaði 13,2 milljónum bandaríkjadala

Tap Icelandair group á fyrsta ársfjórðungi nam 13,2 milljónum bandaríkjadala eða tæplega tveimur milljörðum króna. Á móti kemur að mikill innri vöxtur sog 21 % tekjuaukning frá sama tímabili í fyrra. Það skýrist helst á aukningu ferðamanna til Íslands. Handbært fé frá rekstri var 86,1 milljón dala og er eiginfjárhlutfall félagsins 31 %.

Sports Direct opnar í sumar á Smáratorgi

Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct áformar að opna verslun á Smáratorgi í Kópavogi í sumar. Í tilkynningu frá versluninni segir að hún muni bjóða mikið úrval og öll helstu merki á borð við Nike og Adidas verða í boði. Sports Direct er ein stærsta íþróttavörukeðja Bretlands með um 400 verslanir.

Tilboði Björgólfs Thors hafnað

Tilboði Björgólfs Thors Björgólfssonar og fleiri aðila í Vivacom, stærsta farsímafélag Búlgaríu, hefur verið hafnað vegna þess að það þótt vera of lágt. Björgólfur Thor átti fyrirtækið á árunum 2005 til 2007 og er það nú metið á 1,4 milljarða dollara eða um 175 milljarða króna. Þrjú tilboð bárust í farsímafélagið þar á meðal frá Turkcell, stærsta farsímafyrirtæki Tyrklands. Tilboðin þrjú þóttu öll vera og lág og var öllum hafnað.

Nauðsynlegt að rifta samningi um kísilverksmiðju

Magnús Garðarsson forstjóri Íslenska kísilfélagsins og Tomahawk Development segir að félögin hafi neyðst til að segja upp samningi sínum við Globe Specialty Metals um byggingu kísilverksmiðju í Helguvík.

Samningi um kísilverksmiðju rift

Íslenska kísilfélagið, sem áformar að reisa kísilverksmiðju í Helguvík, hefur rift samningum við bandaríska félagið Globe Specialty Metals. Félögin höfðu uppi áform um að reisa verksmiðjuna saman en auk þess kemur félagið Tomahawk Development að verkefninu.

Vöruskiptin hagstæð um 9,4 milljarða í apríl

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir apríl s.l. var útflutningur 50,2 milljarðar króna og innflutningur 40,8 milljarðar króna. Vöruskiptin í mánuðinum voru því hagstæð um 9,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Bensín og dísilolía komin undir 260 krónur á lítrann

Atlantsolía lækkaði eldsneytisverð um röskar tvær krónur í morgun og er bensínlítrinn nú kominn rétt niður fyrir 260 króna markið, og sama er að segja um dísilolíuna, sem félagið lækkaði um tvær krónur.

Aðeins ein hópuppsögn tilkynnt frá áramótum

Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunnar í apríl síðastliðnum. Þar með hefur aðeins verið tilkynnt um eina hópuppsögn til stofnunarinnar frá áramótum en það var í febrúar.

Aukinn hraði með Ljósneti

Síminn stefnir að því að tengja nær 80% heimila við nýja þjónustuleið. Með Ljósneti eru hús tengd við ljósleiðara með koparstrengjum síðasta spölinn. Er bæði hraðara og ódýrara en ADSL-tenging.

Ríkissjóður fær 124 milljarða að láni

Ríkissjóður Íslands gekk í dag frá samningum um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð einum milljarði Bandaríkjadala, sem jafngildir um 124 milljörðum íslenskra króna. Mikil tímamót fyrir Ísland og jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf, segir fjarmálaráðherra.

Íslendingur í hópi bónusjarla Lehman Brothers

Sigurbjörn Þorkelsson, sem er einn af eigendum Haga í gegnum fyrirtækið Capital, var með samtals um 24,5 milljónir dollara, eða um 3 milljarða kr., í laun og aðra umbun á árunum 2005 til 2007, þegar hann starfaði hjá bandaríska bankanum Lehman Brothers, m.a. sem yfirmaður afleiðuviðskipta og sem einn af framkvæmdastjórum bankans.

Fjögur fordæmi fyrir leiðinni sem Nubo fer

Hvorki Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, né Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sögðust vita til þess að niðurstaða vegna kaupa Huangs Nubo lægi fyrir og að málið yrði kynnt í ríkisstjórn á föstudaginn. Vísir náði tali af þeim Ögmundi og Steingrími nú í kvöld.

Saksóknari telur að dæma hefði átt Geir fyrir víðtækari brot

Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, telur að afnema eigi ákæruvald Alþingis þegar kemur að brotum gegn lögum um ráðherraábyrgð, og færa slíkar rannsóknir í hefðbundinn farveg sakamála. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari telur að dæma hefði ár Geir fyrir víðtækari brot en hann var dæmdur fyrir.

Ögmundur hefur ekkert heyrt um samninginn um Grímsstaði

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekkert heyrt um samning sem gerður verður við kínverska ráðherrann Huang Nubo og til stendur að ræða á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag. Samkvæmt samningnum, sem greint var frá í kvöldfréttum RÚV, munu sveitarfélög ræða á Norðurlandi og Austurlandi kaupa landið og leigja Nubo það. Samningurinn verður til fjörutíu ára og mun Nubo greiða fyrir leiguna fyrirfram. Þannig verða kaupin á landinu fjármögnuð.

Selja hlut í HS Veitum hf.

Eigendur að 34,38% hlut í HS Veitum hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á eignarhlut sínum í félaginu. Þessi hlutur er í dag í eigu Reykjanesbæjar, Orkuveitu Reykjavíkur, Grindavíkurbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga.

Saumavélin til sýnis

Saumavélin, ein fyrsta IBM fartölvan, sem kom á markað árið 1984, verður sýnd á afmælisráðstefnu Nýherja, sem fer fram á Hótel Nordica á morgun. Á ráðstefnunni verður hægt að sjá búnað frá árdögum fartölvuvæðingarinnar; fyrstu vélarnar með innbyggðu geisladrifi og fyrstu vélarnar með innbyggðu þráðlausu neti.

Bauhaus opnar á laugardaginn

Svissneska byggingavörukeðjan Bauhaus opnar verslun hérlendis á laugardaginn næstkomandi. Um 100 starfsmenn hafa verið ráðnir til vinnu en um 2500 manns sóttu um starf hjá versluninni fyrr á árinu. Starfsmennirnir hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum að því að taka á móti vörum og raða í hillur í 22 þúsund fermetra verslun við Vesturlandsveg. Fyrirtækið hugðist opna verslun hér á landi í lok árs 2008 en frestaði þeim áætlunum þegar bankahrunið skall á.

Borgin áfrýjar í Landsvakamálinu

Reykjavíkurborg ætlar að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í Landsvakamálinu til hæstaréttar. Borgin tapaði tólf hundruð milljónum á peningamarkaðssjóðum Landsbankans í hruninu. Málið snýst um eign borgarinnar í peningamarkaðssjóði á vegum Landsbankans sem Landsvaki hafði umsjón með. Borgin átti um fjóra milljarða í sjóðnum en þegar honum var slitið en eftir hrun fengust tæplega sjötíu prósent greidd út eða tæpir þrír milljarðar. Aðeins nokkrum dögum fyrir fall bankans hafði borgin óskað eftir því að peningarnir yrðu fluttir úr sjóðnum en úr því varð ekki. Héraðsdómur hafnaði kröfu reykjavíkurborgar í síðasta mánuði en fram kemur í ársreikningi borgarinnar sem var birtur á mánudag að málinu verði áfrýjað til hæstaréttar. Borgin hefur jafnframt stefnt Landsvaka til greiðslu skaðabóta vegna málsins en aðalmferð í því máli hefur verið frestað fram á haust..

Ólafur og Dorrit í fyrstu ferðinni til Prag

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú, verða farþegar í fyrstu ferð Iceland Express til Prag, höfuðborgar Tékklands. Þann 16. maí næstkomandi hefur félagið flug til borgarinnar, sem er einn vinsælasti áfangastaður í Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir