Viðskipti innlent

Orkuveitan tók milljarða lán vegna fráveituframkvæmda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Orkuveita Reykjavíkur og Lánsjóður sveitarfélaga undirrituðu í dag lánasamning að fjárhæð 6,2 milljónir evra, eða einn milljarður króna. Lánstíminn er til 2020 og eru vextir á lánstímanum Euribor-vextir með 0,46% álagi. Lánið er veitt til að endurfjármagna yfirstandandi fráveituframkvæmdir á Akranesi, í Borgarbyggð og á Kjalarnesi, sem fjármagnaðar voru með óhagkvæmari hætti. Tilkynnt var um að til stæði að taka lánið 26. október síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×