Viðskipti innlent

Íslendingar munu vinna að uppbyggingu fyrir Nubo

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Huang Nubo mun líklegast fjárfesta á Grímsstöðum á Fjöllum.
Huang Nubo mun líklegast fjárfesta á Grímsstöðum á Fjöllum.
Íslendingar munu vinna við uppbyggingu á því svæði sem Huang Nubo fær á Grímsstöðum að fjöllum, að eins miklu leyti og mögulegt er. Þetta sagði Halldór Jóhannsson, talsmaður Nubos á Íslandi, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Nubo fær líklegast heimild til að leigja landið í gegnum ívilnunarnefnd. Halldór sagði að til þess að fá þessa ívilnun hafi Nubo þurft að leggja fram rekstrar- og uppbyggingaráæltun og áætlun um það hvað áform væru um rekstur og uppbyggingu. „Þetta hefur allt saman verið lagt fram og farið í gegnum það af til þess gerðum sérfræðingum sem meta það að þetta verkefni sé þjóðhagslega arðbært," segir Halldór.

Halldór minnti á að Nubo hefði lýst því yfir að hann liti á fjárfestinguna sem langtímafjárfestingu. „Það var vegna þess að hann taldi fullvíst að í framtíðinni myndi þeim fjölga sem liti á óbyggðir og fámenni sem þátt til þess að sækjast í," sagði Halldór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×