Íslenskur hugbúnaður sigraði í Rio de Janeiro 3. maí 2012 15:28 mynd/AFP Hugbúnaðarlausnin CityDirect sem þróuð er af ICEconsult ehf. sigraði í alþjóðlegri samkeppni LivingLabs-Global í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Hugbúnaðurinn sigraði í flokknum „Public Project Portal." CityDirect er ein af 21 hugbúnaðarlausnum sem hlutu viðurkenningu í ár en 555 lausnir frá 50 löndum tóku þátt. CityDirect er lausn fyrir sveitarfélög til að gefa íbúum kost á að hafa áhrif á ákvarðanatöku um framkvæmd valdra verkefna með beinum hætti. Verkefnið 1, 2 og Reykjavík notaðist við eldri kynslóð hugbúnaðarins en CityDirect hefur nú tekið næsta skref og gefur íbúum tækifæri til að velja á milli verkefna. „CityDirect byggir á MainManager hugbúnaðinum okkar," segir Ragnar Hólm Gunnarsson hjá ICEconsult ehf. „Hugbúnaðurinn er í raun viðmót fyrir borgara þegar kemur að ákvarðanatöku um borgarskipulag. Forritið gefur þannig færi á að auka og einfalda íbúalýðræði." Það var borgin Kristiansand í Noregi sem valdi CityDirect en samkeppnin gengur út á það að borgir skrá sig til leiks með ákveðið vandamál sem vantar lausn á og fyrirtæki bjóða lausnir til að leysa þau. Nú tekur við samstarf með Kristiansand þar sem borgin mun taka CityDirect hugbúnaðarlausnina í notkun. Ragnar bendir á að ICEconsult ehf. sé nú þegar með starfsemi í Noregi. Ríkisfyrirtækið Statsbygg hefur notað MainManager hugbúnaðinn síðustu mánuði en forritið hugsað sem heildarlausn í stjórnun fasteigna. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Hugbúnaðarlausnin CityDirect sem þróuð er af ICEconsult ehf. sigraði í alþjóðlegri samkeppni LivingLabs-Global í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Hugbúnaðurinn sigraði í flokknum „Public Project Portal." CityDirect er ein af 21 hugbúnaðarlausnum sem hlutu viðurkenningu í ár en 555 lausnir frá 50 löndum tóku þátt. CityDirect er lausn fyrir sveitarfélög til að gefa íbúum kost á að hafa áhrif á ákvarðanatöku um framkvæmd valdra verkefna með beinum hætti. Verkefnið 1, 2 og Reykjavík notaðist við eldri kynslóð hugbúnaðarins en CityDirect hefur nú tekið næsta skref og gefur íbúum tækifæri til að velja á milli verkefna. „CityDirect byggir á MainManager hugbúnaðinum okkar," segir Ragnar Hólm Gunnarsson hjá ICEconsult ehf. „Hugbúnaðurinn er í raun viðmót fyrir borgara þegar kemur að ákvarðanatöku um borgarskipulag. Forritið gefur þannig færi á að auka og einfalda íbúalýðræði." Það var borgin Kristiansand í Noregi sem valdi CityDirect en samkeppnin gengur út á það að borgir skrá sig til leiks með ákveðið vandamál sem vantar lausn á og fyrirtæki bjóða lausnir til að leysa þau. Nú tekur við samstarf með Kristiansand þar sem borgin mun taka CityDirect hugbúnaðarlausnina í notkun. Ragnar bendir á að ICEconsult ehf. sé nú þegar með starfsemi í Noregi. Ríkisfyrirtækið Statsbygg hefur notað MainManager hugbúnaðinn síðustu mánuði en forritið hugsað sem heildarlausn í stjórnun fasteigna.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira