Bakkavararbræður líklegastir til að kaupa 5. maí 2012 07:00 Líklegir Nauðasamningur Bakkavarar Group gerði ráð fyrir því að félagið þyrfti að greiða yfir 100 milljarða króna til kröfuhafa til að bræðurnir myndu halda eftir um fjórðungshlut. Credit Suisse telur nú að þeir geti eignast ráðandi hlut. fréttablaðið/gva Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa tryggt sér 25 prósenta hlut í Bakkavör Group gegn því að gefa eftir meirihluta í stjórn félagsins. Afgangurinn, um 75 prósenta hlutur, verður í eigu íslenskra kröfuhafa sem breyta kröfum sínum í nýtt hlutafé. Svissneski risabankinn Credit Suisse telur að sá hluti verði seldur fljótlega og að líklegustu kaupendur hans séu bræðurnir. Gangi það eftir munu þeir eignast félagið sem þeir í raun misstu, samkvæmt skilmálum nauðasamninga félagsins, að nýju. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að vel komi til greina að selja hlutinn til annarra aðila. Miðað við rekstarafkomu Bakkavarar Group á árinu 2011 þá er virði hlutafés í félaginu talið vera á bilinu 20 til 40 milljarðar króna. Bakkavör Group gerði nauðasamning í mars 2010 en félagið hafði staðið í stórtækri skuldabréfaútgáfu auk þess sem það var skráð á hlutabréfamarkað. Alls skuldaði félagið um 64 milljarða króna þegar nauðasamningurinn var gerður. Helstu eigendur þeirra skulda voru Arion banki, skilanefnd Glitnis og þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins, LSR, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi. Skuldabréfin voru öll óveðtryggð þar sem allar undirliggjandi eignir Bakkavarar voru veðsettar öðrum. Nauðasamningarnir gerðu ráð fyrir að félagið ætti að greiða kröfuhöfum sínum yfir 100 milljarða króna fram á mitt ár 2014, annars myndu þeir eignast allt félagið. Í greiningu frá Credit Suisse um framtíð Bakkavarar Group, sem dagsett er 25. apríl 2012, kemur fram að erfitt sé að sjá þær aðstæður koma upp að það myndi borga sig fyrir Bakkavör Group að greiða þá upphæð til kröfuhafanna. Félagið sé einfaldlega ekki svo mikils virði. Það er mjög skuldsett og afkoma þess á síðustu misserum hefur verið mun lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Credit Suisse telur að hin snemmbúna umbreyting á kröfum í hlutafé sé tilkomin vegna þess að kröfuhafarnir, íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir, vilji selja sig út úr félaginu. Það verði gert með því að gera upp allar eignir Bakkavarar Group, dreifa þeim til kröfuhafa og leggja félagið niður. Nýtt móðurfélag rekstrarfélagsins Bakkavarar verður síðan skráð í Bretlandi og þar með verður skorið á tengsl við íslenska kröfuhafa. Að mati Credit Suisse myndi þessi aðgerð þynna hlut B Food Invest, félags Ágústs og Lýðs, í Bakkavör Group niður í 4,1 prósent, en félagið er í dag skráð fyrir 39,6 prósenta hlut. Samkvæmt samkomulagi milli kröfuhafa og bræðranna verður þeim hlut skilað til Klakka, sem áður hét Exista, en þeir færðu hann þaðan á árinu 2009. Afgangur hlutafésins, alls 95,9 prósent mun þá renna til íslenskra kröfuhafa Bakkavarar Group. Heimildir Fréttablaðsins herma að í kjölfarið verði hlutafé Bakkavarar Group aukið og að bræðurnir muni kaupa það hlutafé. Við það muni hlutur íslensku kröfuhafanna og Klakka þynnast niður í um 75 prósent. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa tryggt sér 25 prósenta hlut í Bakkavör Group gegn því að gefa eftir meirihluta í stjórn félagsins. Afgangurinn, um 75 prósenta hlutur, verður í eigu íslenskra kröfuhafa sem breyta kröfum sínum í nýtt hlutafé. Svissneski risabankinn Credit Suisse telur að sá hluti verði seldur fljótlega og að líklegustu kaupendur hans séu bræðurnir. Gangi það eftir munu þeir eignast félagið sem þeir í raun misstu, samkvæmt skilmálum nauðasamninga félagsins, að nýju. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að vel komi til greina að selja hlutinn til annarra aðila. Miðað við rekstarafkomu Bakkavarar Group á árinu 2011 þá er virði hlutafés í félaginu talið vera á bilinu 20 til 40 milljarðar króna. Bakkavör Group gerði nauðasamning í mars 2010 en félagið hafði staðið í stórtækri skuldabréfaútgáfu auk þess sem það var skráð á hlutabréfamarkað. Alls skuldaði félagið um 64 milljarða króna þegar nauðasamningurinn var gerður. Helstu eigendur þeirra skulda voru Arion banki, skilanefnd Glitnis og þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins, LSR, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi. Skuldabréfin voru öll óveðtryggð þar sem allar undirliggjandi eignir Bakkavarar voru veðsettar öðrum. Nauðasamningarnir gerðu ráð fyrir að félagið ætti að greiða kröfuhöfum sínum yfir 100 milljarða króna fram á mitt ár 2014, annars myndu þeir eignast allt félagið. Í greiningu frá Credit Suisse um framtíð Bakkavarar Group, sem dagsett er 25. apríl 2012, kemur fram að erfitt sé að sjá þær aðstæður koma upp að það myndi borga sig fyrir Bakkavör Group að greiða þá upphæð til kröfuhafanna. Félagið sé einfaldlega ekki svo mikils virði. Það er mjög skuldsett og afkoma þess á síðustu misserum hefur verið mun lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Credit Suisse telur að hin snemmbúna umbreyting á kröfum í hlutafé sé tilkomin vegna þess að kröfuhafarnir, íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir, vilji selja sig út úr félaginu. Það verði gert með því að gera upp allar eignir Bakkavarar Group, dreifa þeim til kröfuhafa og leggja félagið niður. Nýtt móðurfélag rekstrarfélagsins Bakkavarar verður síðan skráð í Bretlandi og þar með verður skorið á tengsl við íslenska kröfuhafa. Að mati Credit Suisse myndi þessi aðgerð þynna hlut B Food Invest, félags Ágústs og Lýðs, í Bakkavör Group niður í 4,1 prósent, en félagið er í dag skráð fyrir 39,6 prósenta hlut. Samkvæmt samkomulagi milli kröfuhafa og bræðranna verður þeim hlut skilað til Klakka, sem áður hét Exista, en þeir færðu hann þaðan á árinu 2009. Afgangur hlutafésins, alls 95,9 prósent mun þá renna til íslenskra kröfuhafa Bakkavarar Group. Heimildir Fréttablaðsins herma að í kjölfarið verði hlutafé Bakkavarar Group aukið og að bræðurnir muni kaupa það hlutafé. Við það muni hlutur íslensku kröfuhafanna og Klakka þynnast niður í um 75 prósent. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira