Aukinn hraði með Ljósneti 3. maí 2012 21:00 Sævar Freyr Þráinsson. Síminn stefnir að því að tengja tæp 80 prósent íslenskra heimila við Ljósnetið á næstu tveimur árum, en þessi nýjung mun gefa notendum möguleika á meiri hraða, bæði til niðurhals og upphals, og á lægra verði. Nýjungin felst í því að ljósleiðaratenging er í símkassa við götu, en þaðan eru koparstrengir nýttir síðasta spölinn upp að húsi. Að sögn Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra Símans, er um að ræða stórt skref í því að auka þjónustu Símans. „Hugsunin með Ljósnetinu er að bjóða upp á 100 mb tengingu í þessu skrefi. Við erum þegar búin að tengja 46.000 heimili og ætlum að bæta 54.000 við á næstu tveimur árum og verðum þá búin að tengja næstum 80 prósent allra heimila í landinu." Sævar bætir því við að framfarir í tækni síðustu ár hafi skilað sér í möguleika á miklum hraða í tengingum um koparstrengi um styttri vegalengdir. „Þessi lausn hefur miklu minna rask í för með sér heldur en að leggja ljósleiðara upp að hverju húsi, en býður upp á álíka hraða. Sé miðað við ADSL-tengingar býður Ljósnetið upp á um fjórum sinnum meiri hraða á niðurhali, og hraði frá notanda fer úr einu mb upp í 25 mb." Með auknum hraða segir Sævar verið að leitast við að svara þörfum nútímans. Til dæmis sé sífellt að verða meira um að sjónvarpsefni og kvikmyndum sé dreift á vefnum, til dæmis með gagnvirku sjónvarpi og fleira. Þá færist sífellt í vöxt að hinn almenni notandi geymi gögn, til dæmis ljósmyndasöfn, á vefnum og það kalli á aukinn hraða í upphali. Hvað varðar tækjabúnað munu notendur Ljósnets þurfa að skipta um beini en inntak verður hið sama. Verðið á grunnáskrift á Ljósnetinu er nú 4.290 krónur, sem er nokkuð lægra en ódýrasta áskriftin á ADSL-neti Símans. Það segir Sævar að vinnist með minni kostnaði við rekstur og viðhald kerfanna, auk þess sem ekki þurfi að grafa fyrir tengingum að húsum, en það sé jafnan mesti kostnaðurinn við að koma tengingum í hús. „Þetta verður um fjögurra milljarða fjárfesting hjá okkur, sem er ef til vill ekki mikið þegar litið er til þess að um 100.000 heimili er að ræða, en þetta er góð innspýting í atvinnulíf sem þarfnast fjárfestingar." Sævar segir jafnframt að þetta framtak ætti að verða til þess að festa Ísland í sessi í fremstu röð landa hvað varðar aðgang að nettengingum. „Ísland hefur verið meðal efstu þjóða í öllum mælikvörðum um fjölda tenginga, hraða tenginga og þess háttar og með þessu erum við að tryggja að við verðum áfram í fremstu röð." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Síminn stefnir að því að tengja tæp 80 prósent íslenskra heimila við Ljósnetið á næstu tveimur árum, en þessi nýjung mun gefa notendum möguleika á meiri hraða, bæði til niðurhals og upphals, og á lægra verði. Nýjungin felst í því að ljósleiðaratenging er í símkassa við götu, en þaðan eru koparstrengir nýttir síðasta spölinn upp að húsi. Að sögn Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra Símans, er um að ræða stórt skref í því að auka þjónustu Símans. „Hugsunin með Ljósnetinu er að bjóða upp á 100 mb tengingu í þessu skrefi. Við erum þegar búin að tengja 46.000 heimili og ætlum að bæta 54.000 við á næstu tveimur árum og verðum þá búin að tengja næstum 80 prósent allra heimila í landinu." Sævar bætir því við að framfarir í tækni síðustu ár hafi skilað sér í möguleika á miklum hraða í tengingum um koparstrengi um styttri vegalengdir. „Þessi lausn hefur miklu minna rask í för með sér heldur en að leggja ljósleiðara upp að hverju húsi, en býður upp á álíka hraða. Sé miðað við ADSL-tengingar býður Ljósnetið upp á um fjórum sinnum meiri hraða á niðurhali, og hraði frá notanda fer úr einu mb upp í 25 mb." Með auknum hraða segir Sævar verið að leitast við að svara þörfum nútímans. Til dæmis sé sífellt að verða meira um að sjónvarpsefni og kvikmyndum sé dreift á vefnum, til dæmis með gagnvirku sjónvarpi og fleira. Þá færist sífellt í vöxt að hinn almenni notandi geymi gögn, til dæmis ljósmyndasöfn, á vefnum og það kalli á aukinn hraða í upphali. Hvað varðar tækjabúnað munu notendur Ljósnets þurfa að skipta um beini en inntak verður hið sama. Verðið á grunnáskrift á Ljósnetinu er nú 4.290 krónur, sem er nokkuð lægra en ódýrasta áskriftin á ADSL-neti Símans. Það segir Sævar að vinnist með minni kostnaði við rekstur og viðhald kerfanna, auk þess sem ekki þurfi að grafa fyrir tengingum að húsum, en það sé jafnan mesti kostnaðurinn við að koma tengingum í hús. „Þetta verður um fjögurra milljarða fjárfesting hjá okkur, sem er ef til vill ekki mikið þegar litið er til þess að um 100.000 heimili er að ræða, en þetta er góð innspýting í atvinnulíf sem þarfnast fjárfestingar." Sævar segir jafnframt að þetta framtak ætti að verða til þess að festa Ísland í sessi í fremstu röð landa hvað varðar aðgang að nettengingum. „Ísland hefur verið meðal efstu þjóða í öllum mælikvörðum um fjölda tenginga, hraða tenginga og þess háttar og með þessu erum við að tryggja að við verðum áfram í fremstu röð." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira