Viðskipti innlent

Laun stjórnenda hækkuðu tvöfalt á við laun almenns launafólks

Laun stjórnenda fyrirtækja hækkuðu tvöfalt meir en laun almenns launafólks á milli áranna 2010 og 2011.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt sem unnin var á vegum Launagreiningar PriceWaterhouseCoopers. Í tilkynningu segir að laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu að meðaltali um 4,3% milli áranna 2010 og 2011. Sú hækkun er í takt við kjarasamninga en heldur ekki í við verðbólgu, sem var 5,6% á sama tíma.

Þá sýna niðurstöðurnar að tekjur æðstu stjórnenda fyrirtækja hækkuðu mun meira en tekjur annarra hópa á tímabilinu. Laun æðstu stjórnenda hækkuðu um 9,9%, laun millistjórnenda um 8,3% en tekjur annarra hópa hækkuðu um 1-7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×