Viðskipti innlent

Hagar hækka eftir sölu Eignabjargs

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, seldi í dag eitt prósent hlut í smásölufyrirtækinu Högum, sem eiga og reka Bónus og Hagkaup, á genginu 18,95, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands. Eignarhlutur Eignabjargs er nú 4,99 prósent.

Gengi bréfa í Högum hækkaði í viðskiptum dagsins um 1,07 prósent en gengi bréfa félagsins er nú 18,9. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði einnig í dag, um 0,92 prósent og er gengi gengið nú 6,59 prósent.

Gengi bréfa í Össur hækkaði líka umtalsvert en það er nú 1,91 prósent og er gengið nú 213.

Sjá má ítarlegar markaðsupplýsingar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×