Viðskipti innlent

Afkoma Vestmannaeyja jákvæð um hálfan milljarð

Afkoma Vestmannaeyjabæjar var jákvæða um rúman hálfan milljarð á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi bæjarins sem búið er að birta.

Heildar rekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyabæjar námu rúmum 4 milljörðum kr. en rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu rúmum 3.5 milljörðum kr. Fjármagnsliðir nettó voru jákvæðir um tæpar 50 milljónir kr.

Rekstrarafkoma ársins var því tæpar 525 milljónir kr. í plús. Rekstrartekjur jukust um 591 milljón kr. á milli ára og skýrist það fyrst og fremst á mikilli hækkun á útsvarstekjum bæjarins. Hækkun útsvarstekna má svo rekja til hærri tekna í sjávarútvegnum, að því er segir í tilkynningu um afkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×