Fleiri fréttir Hanna Birna: Borgarbúar greiða fyrir stóraukinn rekstrarkostnað Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að niðurstöður ársreiknings borgarinnar sem lagður var fram í dag staðfesti mun lakari afkomu en áætlanir hafi gert ráð fyrir, "ónógt aðhald, ófullnægjandi árangur í hagræðingu og almennt ranga forgangsröðun í þágu kerfisins en á kostnað fólksins." 30.4.2012 16:38 Rekstur RÚV í samræmi við áætlanir Hagnaður Ríkisútvarpsins ohf. á reikningstímabilinu 1. september 2011 til 29. febrúar 2012 nam 9 milljónum króna sem er í samræmi við áætlanir félagsins. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 5.660 milljónum króna, bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er 746 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins er 13,2%. Hlutfall dagskrár- og framleiðslukostnaðar af rekstrartekjum hækkaði í 71% úr 64% frá síðasta árshlutauppgjöri. 30.4.2012 19:20 Formaður LL: Stjórnarlaun Framtakssjóðsins of há Arnar Sigurmundsson, formaður Landsamtaka lífeyrissjóða, segir að laun stjórnarmanna Framtakssjóðs Íslands hafi verið hækkuð alltof of mikið á aðalfundi sjóðsins sem fram fór 17. apríl sl. Laun almennra stjórnarmanna voru hækkuð um 80 prósent, úr 100 þúsund krónum í 180 þúsund. 30.4.2012 19:15 Kröfu Seðlabankans um frávísun máls Más hafnað Kröfu Seðlabanka Íslands, um að vísa frá máli Más Guðmundssonar gegn bankanum, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Aðalmeðferð í máli Más gegn bankanum fer fram 14. september nk., að því er dómari ákvað við uppkvaðninguna í dag. 30.4.2012 15:21 Ársreikningur borgarinnar: Lakari niðurstaða en áætlað var Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 var kynntur í dag og kemur þar fram lakari niðurstaða an áætlað hafði verið. Í tilkynningu frá borginni segir að þessi verri staða skýrist af hærri lífeyrisskuldbindingum, gengistapi og verðbólgu. Hallinn hjá borginni, A- og B- hluta nam 4,7 milljörðum á árinu. "Meginástæður fyrir því má rekja til gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga upp á tæpa 4,4 milljarða sem var áætluð 600 milljónir, gengistaps og til aukins fjármagnskostnaðar vegna verðbólgu á árinu. Þessir óvissuþættir valda lakari niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir en jákvæð tíðindi felast í því að aðgerðir Orkuveitu Reykjavíkur hafa skilað miklum árangri," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 30.4.2012 15:14 Nýherji efnir til ráðstefnu í tilefni afmælis Talið er að um 79% smærri og meðalstórra fyrirtækja muni nota að minnsta kosti eina tölvuskýþjónustu árið 2014. Þetta er á meðal þess sem fram kemur á 20 ára afmælisráðstefnu sem Nýherji efnir til á fimmtudaginn kemur. 30.4.2012 10:06 Plastprent í opið söluferli Framtakssjóður Íslands hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka hf. að annast formlegt söluferli vegna fyrirhugaðrar sölu á öllu hlutafé Plastprents ehf. sem er í 100% eigu sjóðsins. 30.4.2012 09:45 Hampiðjan greiðir 124 milljónir í arð til hluthafa Hluthafar Hampiðjunnar fá greiddar rúmlega 124 milljónir króna í arð fyrir síðasta ár. Þetta var samþykkt á aðalfundi félagsins fyrir helgina. 30.4.2012 09:21 Framleiðsluverð hækkar um 2,7% milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars 2012 var 223,7 stig og hækkaði um 2,7% frá febrúar 2012. 30.4.2012 09:16 Yfir 11% Íslendinga glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað Árið 2011 vörðu 11,3% Íslendinga yfir 40% ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað. Þeir sem voru líklegastir til að búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað voru ungt fólk, þeir sem bjuggu í óniðurgreiddu leiguhúsnæði, bjuggu einir eða voru í lægsta tekjufimmtungi. 30.4.2012 09:13 Vöruskiptin hagstæð um 28 milljarða á 1. ársfjórðungi Fyrstu þrjá mánuðina 2012 voru fluttar út vörur fyrir 156,1 milljarð króna en inn fyrir tæpa 128 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 28,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 30,3 milljarða á sama gengi. 30.4.2012 09:08 Verðbólgan mun meiri en segir í spá Seðlabankans Verðbólgan á öðrum ársfjórðungi ársins verður að öllum líkindum mun meiri en Seðlabankinn spáði fyrir í Peningamálum sínum í febrúar s.l. 30.4.2012 06:29 Þjóðhagsstofnun endurreist en SÍ og FME ekki sameinuð Öll stjórnsýsla sem tengist peningastefnu landsins, þar með talinn Seðlabanki Íslands, verður færð undir fjármálaráðuneytið, gangi hugmyndir um breytingar á ráðuneytum eftir. Þar með hefur verið fallið frá hugmyndum um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, en það síðarnefnda verður á forræði nýs atvinnuvegaráðuneytis. 30.4.2012 06:00 Gylfi Arnbjörnsson: Verðbólguvandinn óviðunandi Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að ríkistjórnin grípi strax til aðgerða til að taka á verðbólguvandanum. Forsendur kjarasamninga séu við það að bresta. 28.4.2012 19:30 Kínverjar og Rússar ætla að hanna flugvél saman Kínverjar og Rússar undirrituðu í dag viðskiptasamninga á milli þjóðanna sem er talinn vera um 15 milljarða dollara virði. Meðal þess sem var undirritað var hönnun á nýrri farþegaþotu, en samningarnir ná einnig til orkuiðnaðar og samskiptatækni. 28.4.2012 14:58 Þrotabú Kaupþings og Klakki gefa eftir 250 milljarða hvor Þrotabú Kaupþings og félög í eigu þess eiga 56 prósent hlut í Klakka eftir risavaxið samkomulag sem gert var í síðustu viku. Klakki gefur eftir kröfur upp á 254 milljarða króna og Kaupþing sambærilega upphæð. 28.4.2012 08:30 Mikil hækkun í kauphöllinni - Marel hækkar um tæp 3 prósent Gengi bréfa Marels hefur hækkað skarplega í dag, eða um 2,88 prósent. Gengi bréfa í félaginu er nú 160. Þá hefur gengi bréfa í Icelandair hækkað um 1,44 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 6,34. Gengi bréfa Össurar er nú 214, en það hefur hækkað um 1,9 prósent í dag. 27.4.2012 15:48 Lögbannskrafan þótti of víðtæk Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur vísað frá lögbannskröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og Talsmans neytenda við því að Landsbankinn sendi út greiðsluseðla vegna gengistryggðra lána heimilanna og innheimti þá. Sýslumaður telur að lögbannskrafan sé of víðtæk. 27.4.2012 14:55 Hagnaður Nýherja 15 milljónir á 1. ársfjórðungi Hagnaður Nýherjasamstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi 2012 er tæpar 15 milljónir og EBITDA er 123 milljónir króna. 27.4.2012 16:54 Bandaríkjadalur besti kosturinn fyrir Ísland Hinds var meðal fyrirlesara á fundi VÍB, eignastýringar Íslandsbanka, í morgun, en þar voru kostir Íslands í gjaldmiðlamálum til skoðunar og ræddir. Hinds var ráðgjafi stjórnvalda í El Salvador þegar Bandaríkjadalur var þar tekinn upp einhliða um síðustu aldamót, en hann er auk þess fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. 27.4.2012 12:03 Helgi Magnússon kaupir fyrir 75 milljónir í Marel Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins hefur aukið töluvert við hlut sinn í Marel en hann á sæti í stjórn félagsins. 27.4.2012 10:36 Gjaldþrotum fækkar um tugi prósenta Gjaldþrotum fyrirtækja á fyrstu þremur mánuðum ársins fækkaði um 21% frá sama tíma í fyrra, en 348 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Í mars 2012 voru 153 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 214 fyrirtæki í mars 2011. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Fyrstu 3 mánuði ársins 2012 er fjöldi nýskráninga 460 sem er um 4% aukning frá sama tímabili árið 2011 þegar 441 fyrirtæki voru nýskráð. 27.4.2012 09:18 Verðbólgan mælist óbreytt í 6,4% Ársverðbólgan mælist 6,4% í apríl og er óbreytt frá fyrri mánuði. Þetta er mun verri útkoma en sérfræðingar spáðu en þeir gerðu yfirleitt ráð fyrir að verðbólgan myndi lækka í 6,1%. 27.4.2012 09:10 Hagnaður Marel 2,2 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Marel skilaði 2,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn jókst um 48% miðað við sama tímabil í fyrra. 27.4.2012 07:40 Delta tekur upp þráðinn Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið síðastliðið haust og hefja flug til Íslands frá New York yfir sumarmánuðina. Í tilkynningu frá félaginu segir að á síðasta ári hafi Delta flutt yfir 20.000 farþega til Íslands og þar með átt stóran þátt í mikilli fjölgun ferðamanna frá Norður-Ameríku til landsins á síðasta ári. "Félagið mun halda áfram dyggri þjónustu við íslenskan markað og hefja á ný beint flug á milli Keflavíkurflugvallar og JFK flugvallar í New York, fimm sinnum í viku yfir sumarmánuðina, í samvinnu KLM flugfélagið,“ segir í tilkynningu. 26.4.2012 13:34 Krónan réttir úr kútnum Svo virðist sem lát hafi nú orðið á veikingu krónunnar, en gengi hennar hefur verið nokkuð stöðugt í aprílmánuði. Gengisvísitalan stendur nú í rétt rúmlega 227 stigum og hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum nú styrkst um 0,7% frá því í mánaðarbyrjun. 26.4.2012 11:59 Höskuldur Skúli nýr útibússtjóri Íslandsbanka Höskuldur Skúli Hallgrímsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík og tekur hann við starfinu 1. júlí nk. Lilja Rögnvaldsdóttir, sem gegnt hefur útibússtjórastöðunni undanfarin tæp 4 ár heldur nú á önnur mið og er henni þakkað gott starf, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka. 26.4.2012 10:46 UPS kaupir metansendibíla frá Mercedes Benz Hraðsendingarfyrirtækið UPS hefur fengið afhenta þrjá Mercedes-Benz Sprinter sendibíla sem eru allir metanknúnir. Bílarnir eru notaðir til útkeyrslu á hraðsendingum og almennum flugsendingum frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. 26.4.2012 09:57 Verulega dregur úr fjölda langtímaatvinnulausra Verulega hefur dregið úr fjölda þeirra sem verið hafa án atvinnu í ár eða meira og teljast langtímaatvinnulausir . Á fyrsta ársfjórðungi ársins voru þeir 1,6% af öllu vinnuaflinu en á sama tímabili í fyrra var hlutfallið 2,2%. 26.4.2012 09:18 Atvinnulausum fækkaði um 1.000 manns milli ára Á fyrsta ársfjórðungi ársins voru að meðaltali 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,2% vinnuaflsins. Fækkaði atvinnulausum um þúsund manns frá sama tímabili í fyrra. 26.4.2012 09:08 Skeljungur mögulega á markað Skeljungur hf. hagnaðist um 629 milljónir króna á árinu 2011, sem er um 200 milljónum krónum minna en árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 1,7 milljarðar króna og jókst um 754 milljónir króna milli ára. Þetta var tilkynnt á aðalfundi Skeljungs sem fór fram síðastliðinn mánudag. 26.4.2012 08:00 Heildareignir innlánsstofnana tæplega 3.000 milljarðar Heildareignir innlánsstofnana námu tæpum 3.000 milljörðum kr. í lok mars og lækkaðu um 18,5 milljarða kr. frá því í febrúar. 26.4.2012 07:00 Erlendir og innlendir vilja Magma-bréf Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. 26.4.2012 06:00 Watson kaupir Actavis fyrir 700 milljarða Bandaríska lyfjafyrirtækið Watson hefur gengið frá samningum um kaup á Actavis. Kaupverðið er samtals 4,25 milljarðar evra, eða um 700 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá Björgólfi Thor Björgólfssyni. 25.4.2012 20:37 Orkuveitan ræðir við lífeyrissjóði um byggingu á Hverahlíðarsvæðinu Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur veitti forstjóra fyrirtækisins umboð til viðræðna við fulltrúa íslenskra lífeyrissjóða, og eftir atvikum Norðurál Helguvík ehf., um samning sem feli m.a. í sér að stofnað verði sérstakt fyrirtæki með þátttöku Orkuveitunnar um byggingu orkuvers á Hverahlíðarsvæðinu og sölu þess fyrirtækis á orku til Norðuráls að öðrum skilyrðum uppfylltum. Þetta var samþykkt á stjórnarfundi OR í dag. 25.4.2012 18:21 Rekstrartekjur Skeljungs námu 31 milljarði 2011 Rekstrartekjur Skeljungs hf. á síðasta ári námu rúmum 31 milljarði. Samkvæmt rekstrarreikningi félagsins var hagnaður af reglubundinni starfsemi fyrir afskriftir og fjármagnsliði 1.7 milljarður. 25.4.2012 14:32 Viðsnúningur til hins verra hjá móðurfélagi Norðuráls Mikil viðsnúningur til hins verra hefur orðið á reksti Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls á Grundartanga, á fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 25.4.2012 09:15 Virði fasteigna N1 lækkaði um tvo milljarða á sex mánuðum Virði þeirra fasteigna sem hýsa starfsemi N1 rýrnaði um tæpa tvö milljarða króna á tæplega sex mánaða tímabili í lok árs 2011. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir það ár. 25.4.2012 08:00 Matarkarfan ódýrust í Bónus Matarkarfa Alþýðusambands Íslands reyndist vera ódýrust í Bónus þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverslunum og stórmörkuðum víðsvegar um landið síðastliðinn mánudag. 25.4.2012 13:50 Ekki áhugi á Perlunni Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir að sú niðurstaða að enginn þeirra sem bauð í Perluna hafi viljað kaupa hana án breytinga á lóðinni vera ákveðin skilaboð um að Perlan eins og sér sé ekki góð söluvara. 25.4.2012 13:02 Getum stytt okkur leið út úr gjaldeyrishöftunum Ísland gæti komið krónunni í skjól fram að upptöku evrunnar, einungis fáeinum mánuðum, eftir að við fengjum formlega aðild að Evrópusambandinu. Þetta segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í nýrri skýrslu um utanríkismál og aðildarviðræður við Evrópusambandið sem dreift hefur verið á Alþingi. 25.4.2012 11:02 Hættir við að kaupa Perluna Hópur sem hugðist kaupa Perluna ásamt meðfylgjandi lóð hefur ákveðiðað falla frá tilboði sínu. Ástæðan er sú að hópurinn telur að ekki hafi náðst að uppfylla fyrirvara sem voru gerðir við tiloðið. Hópurinn telur einsýnt að yfirvöld í Reykjavíkurborg ætli ekki að leyfa neinar framkvædir eða byggingar á lóð Perlunnar. Framkvæmdirnar hafi verið forsenda þess að hægt væri að greiða það kaupverð sem boðið var. Hópurinn hugðist reka heilsutengda ferðaþjónustu í tengslum við Perluna. 25.4.2012 10:06 Einfaldari aðgangur að fjárstýringu Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. 25.4.2012 10:00 Sædís Íva ráðin útibústjóri Arion banka á Selfossi Sædís Íva Elíasdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Arion banka á Selfossi. Sædis Íva mun jafnframt gegna stöðu svæðisstjóra Arion banka á Suðurlandi. 25.4.2012 09:38 Nauðasamningur gömlu Sjóvár orðinn endanlegur Nauðasamningsumleitunum SJ Eignarhaldsfélags, sem áður hét Sjóvá, lauk 3. apríl síðastliðinn. Því er nauðasamningur félagsins orðinn endanlegur. Í honum felst að kröfuhafar fá 7% af 12 milljarða króna kröfum sínum, eða rúmlega 800 milljónir króna. 25.4.2012 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hanna Birna: Borgarbúar greiða fyrir stóraukinn rekstrarkostnað Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að niðurstöður ársreiknings borgarinnar sem lagður var fram í dag staðfesti mun lakari afkomu en áætlanir hafi gert ráð fyrir, "ónógt aðhald, ófullnægjandi árangur í hagræðingu og almennt ranga forgangsröðun í þágu kerfisins en á kostnað fólksins." 30.4.2012 16:38
Rekstur RÚV í samræmi við áætlanir Hagnaður Ríkisútvarpsins ohf. á reikningstímabilinu 1. september 2011 til 29. febrúar 2012 nam 9 milljónum króna sem er í samræmi við áætlanir félagsins. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 5.660 milljónum króna, bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er 746 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins er 13,2%. Hlutfall dagskrár- og framleiðslukostnaðar af rekstrartekjum hækkaði í 71% úr 64% frá síðasta árshlutauppgjöri. 30.4.2012 19:20
Formaður LL: Stjórnarlaun Framtakssjóðsins of há Arnar Sigurmundsson, formaður Landsamtaka lífeyrissjóða, segir að laun stjórnarmanna Framtakssjóðs Íslands hafi verið hækkuð alltof of mikið á aðalfundi sjóðsins sem fram fór 17. apríl sl. Laun almennra stjórnarmanna voru hækkuð um 80 prósent, úr 100 þúsund krónum í 180 þúsund. 30.4.2012 19:15
Kröfu Seðlabankans um frávísun máls Más hafnað Kröfu Seðlabanka Íslands, um að vísa frá máli Más Guðmundssonar gegn bankanum, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Aðalmeðferð í máli Más gegn bankanum fer fram 14. september nk., að því er dómari ákvað við uppkvaðninguna í dag. 30.4.2012 15:21
Ársreikningur borgarinnar: Lakari niðurstaða en áætlað var Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 var kynntur í dag og kemur þar fram lakari niðurstaða an áætlað hafði verið. Í tilkynningu frá borginni segir að þessi verri staða skýrist af hærri lífeyrisskuldbindingum, gengistapi og verðbólgu. Hallinn hjá borginni, A- og B- hluta nam 4,7 milljörðum á árinu. "Meginástæður fyrir því má rekja til gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga upp á tæpa 4,4 milljarða sem var áætluð 600 milljónir, gengistaps og til aukins fjármagnskostnaðar vegna verðbólgu á árinu. Þessir óvissuþættir valda lakari niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir en jákvæð tíðindi felast í því að aðgerðir Orkuveitu Reykjavíkur hafa skilað miklum árangri," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 30.4.2012 15:14
Nýherji efnir til ráðstefnu í tilefni afmælis Talið er að um 79% smærri og meðalstórra fyrirtækja muni nota að minnsta kosti eina tölvuskýþjónustu árið 2014. Þetta er á meðal þess sem fram kemur á 20 ára afmælisráðstefnu sem Nýherji efnir til á fimmtudaginn kemur. 30.4.2012 10:06
Plastprent í opið söluferli Framtakssjóður Íslands hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka hf. að annast formlegt söluferli vegna fyrirhugaðrar sölu á öllu hlutafé Plastprents ehf. sem er í 100% eigu sjóðsins. 30.4.2012 09:45
Hampiðjan greiðir 124 milljónir í arð til hluthafa Hluthafar Hampiðjunnar fá greiddar rúmlega 124 milljónir króna í arð fyrir síðasta ár. Þetta var samþykkt á aðalfundi félagsins fyrir helgina. 30.4.2012 09:21
Framleiðsluverð hækkar um 2,7% milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars 2012 var 223,7 stig og hækkaði um 2,7% frá febrúar 2012. 30.4.2012 09:16
Yfir 11% Íslendinga glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað Árið 2011 vörðu 11,3% Íslendinga yfir 40% ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað. Þeir sem voru líklegastir til að búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað voru ungt fólk, þeir sem bjuggu í óniðurgreiddu leiguhúsnæði, bjuggu einir eða voru í lægsta tekjufimmtungi. 30.4.2012 09:13
Vöruskiptin hagstæð um 28 milljarða á 1. ársfjórðungi Fyrstu þrjá mánuðina 2012 voru fluttar út vörur fyrir 156,1 milljarð króna en inn fyrir tæpa 128 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 28,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 30,3 milljarða á sama gengi. 30.4.2012 09:08
Verðbólgan mun meiri en segir í spá Seðlabankans Verðbólgan á öðrum ársfjórðungi ársins verður að öllum líkindum mun meiri en Seðlabankinn spáði fyrir í Peningamálum sínum í febrúar s.l. 30.4.2012 06:29
Þjóðhagsstofnun endurreist en SÍ og FME ekki sameinuð Öll stjórnsýsla sem tengist peningastefnu landsins, þar með talinn Seðlabanki Íslands, verður færð undir fjármálaráðuneytið, gangi hugmyndir um breytingar á ráðuneytum eftir. Þar með hefur verið fallið frá hugmyndum um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, en það síðarnefnda verður á forræði nýs atvinnuvegaráðuneytis. 30.4.2012 06:00
Gylfi Arnbjörnsson: Verðbólguvandinn óviðunandi Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að ríkistjórnin grípi strax til aðgerða til að taka á verðbólguvandanum. Forsendur kjarasamninga séu við það að bresta. 28.4.2012 19:30
Kínverjar og Rússar ætla að hanna flugvél saman Kínverjar og Rússar undirrituðu í dag viðskiptasamninga á milli þjóðanna sem er talinn vera um 15 milljarða dollara virði. Meðal þess sem var undirritað var hönnun á nýrri farþegaþotu, en samningarnir ná einnig til orkuiðnaðar og samskiptatækni. 28.4.2012 14:58
Þrotabú Kaupþings og Klakki gefa eftir 250 milljarða hvor Þrotabú Kaupþings og félög í eigu þess eiga 56 prósent hlut í Klakka eftir risavaxið samkomulag sem gert var í síðustu viku. Klakki gefur eftir kröfur upp á 254 milljarða króna og Kaupþing sambærilega upphæð. 28.4.2012 08:30
Mikil hækkun í kauphöllinni - Marel hækkar um tæp 3 prósent Gengi bréfa Marels hefur hækkað skarplega í dag, eða um 2,88 prósent. Gengi bréfa í félaginu er nú 160. Þá hefur gengi bréfa í Icelandair hækkað um 1,44 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 6,34. Gengi bréfa Össurar er nú 214, en það hefur hækkað um 1,9 prósent í dag. 27.4.2012 15:48
Lögbannskrafan þótti of víðtæk Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur vísað frá lögbannskröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og Talsmans neytenda við því að Landsbankinn sendi út greiðsluseðla vegna gengistryggðra lána heimilanna og innheimti þá. Sýslumaður telur að lögbannskrafan sé of víðtæk. 27.4.2012 14:55
Hagnaður Nýherja 15 milljónir á 1. ársfjórðungi Hagnaður Nýherjasamstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi 2012 er tæpar 15 milljónir og EBITDA er 123 milljónir króna. 27.4.2012 16:54
Bandaríkjadalur besti kosturinn fyrir Ísland Hinds var meðal fyrirlesara á fundi VÍB, eignastýringar Íslandsbanka, í morgun, en þar voru kostir Íslands í gjaldmiðlamálum til skoðunar og ræddir. Hinds var ráðgjafi stjórnvalda í El Salvador þegar Bandaríkjadalur var þar tekinn upp einhliða um síðustu aldamót, en hann er auk þess fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. 27.4.2012 12:03
Helgi Magnússon kaupir fyrir 75 milljónir í Marel Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins hefur aukið töluvert við hlut sinn í Marel en hann á sæti í stjórn félagsins. 27.4.2012 10:36
Gjaldþrotum fækkar um tugi prósenta Gjaldþrotum fyrirtækja á fyrstu þremur mánuðum ársins fækkaði um 21% frá sama tíma í fyrra, en 348 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Í mars 2012 voru 153 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 214 fyrirtæki í mars 2011. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Fyrstu 3 mánuði ársins 2012 er fjöldi nýskráninga 460 sem er um 4% aukning frá sama tímabili árið 2011 þegar 441 fyrirtæki voru nýskráð. 27.4.2012 09:18
Verðbólgan mælist óbreytt í 6,4% Ársverðbólgan mælist 6,4% í apríl og er óbreytt frá fyrri mánuði. Þetta er mun verri útkoma en sérfræðingar spáðu en þeir gerðu yfirleitt ráð fyrir að verðbólgan myndi lækka í 6,1%. 27.4.2012 09:10
Hagnaður Marel 2,2 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Marel skilaði 2,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn jókst um 48% miðað við sama tímabil í fyrra. 27.4.2012 07:40
Delta tekur upp þráðinn Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið síðastliðið haust og hefja flug til Íslands frá New York yfir sumarmánuðina. Í tilkynningu frá félaginu segir að á síðasta ári hafi Delta flutt yfir 20.000 farþega til Íslands og þar með átt stóran þátt í mikilli fjölgun ferðamanna frá Norður-Ameríku til landsins á síðasta ári. "Félagið mun halda áfram dyggri þjónustu við íslenskan markað og hefja á ný beint flug á milli Keflavíkurflugvallar og JFK flugvallar í New York, fimm sinnum í viku yfir sumarmánuðina, í samvinnu KLM flugfélagið,“ segir í tilkynningu. 26.4.2012 13:34
Krónan réttir úr kútnum Svo virðist sem lát hafi nú orðið á veikingu krónunnar, en gengi hennar hefur verið nokkuð stöðugt í aprílmánuði. Gengisvísitalan stendur nú í rétt rúmlega 227 stigum og hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum nú styrkst um 0,7% frá því í mánaðarbyrjun. 26.4.2012 11:59
Höskuldur Skúli nýr útibússtjóri Íslandsbanka Höskuldur Skúli Hallgrímsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík og tekur hann við starfinu 1. júlí nk. Lilja Rögnvaldsdóttir, sem gegnt hefur útibússtjórastöðunni undanfarin tæp 4 ár heldur nú á önnur mið og er henni þakkað gott starf, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka. 26.4.2012 10:46
UPS kaupir metansendibíla frá Mercedes Benz Hraðsendingarfyrirtækið UPS hefur fengið afhenta þrjá Mercedes-Benz Sprinter sendibíla sem eru allir metanknúnir. Bílarnir eru notaðir til útkeyrslu á hraðsendingum og almennum flugsendingum frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. 26.4.2012 09:57
Verulega dregur úr fjölda langtímaatvinnulausra Verulega hefur dregið úr fjölda þeirra sem verið hafa án atvinnu í ár eða meira og teljast langtímaatvinnulausir . Á fyrsta ársfjórðungi ársins voru þeir 1,6% af öllu vinnuaflinu en á sama tímabili í fyrra var hlutfallið 2,2%. 26.4.2012 09:18
Atvinnulausum fækkaði um 1.000 manns milli ára Á fyrsta ársfjórðungi ársins voru að meðaltali 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,2% vinnuaflsins. Fækkaði atvinnulausum um þúsund manns frá sama tímabili í fyrra. 26.4.2012 09:08
Skeljungur mögulega á markað Skeljungur hf. hagnaðist um 629 milljónir króna á árinu 2011, sem er um 200 milljónum krónum minna en árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 1,7 milljarðar króna og jókst um 754 milljónir króna milli ára. Þetta var tilkynnt á aðalfundi Skeljungs sem fór fram síðastliðinn mánudag. 26.4.2012 08:00
Heildareignir innlánsstofnana tæplega 3.000 milljarðar Heildareignir innlánsstofnana námu tæpum 3.000 milljörðum kr. í lok mars og lækkaðu um 18,5 milljarða kr. frá því í febrúar. 26.4.2012 07:00
Erlendir og innlendir vilja Magma-bréf Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. 26.4.2012 06:00
Watson kaupir Actavis fyrir 700 milljarða Bandaríska lyfjafyrirtækið Watson hefur gengið frá samningum um kaup á Actavis. Kaupverðið er samtals 4,25 milljarðar evra, eða um 700 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá Björgólfi Thor Björgólfssyni. 25.4.2012 20:37
Orkuveitan ræðir við lífeyrissjóði um byggingu á Hverahlíðarsvæðinu Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur veitti forstjóra fyrirtækisins umboð til viðræðna við fulltrúa íslenskra lífeyrissjóða, og eftir atvikum Norðurál Helguvík ehf., um samning sem feli m.a. í sér að stofnað verði sérstakt fyrirtæki með þátttöku Orkuveitunnar um byggingu orkuvers á Hverahlíðarsvæðinu og sölu þess fyrirtækis á orku til Norðuráls að öðrum skilyrðum uppfylltum. Þetta var samþykkt á stjórnarfundi OR í dag. 25.4.2012 18:21
Rekstrartekjur Skeljungs námu 31 milljarði 2011 Rekstrartekjur Skeljungs hf. á síðasta ári námu rúmum 31 milljarði. Samkvæmt rekstrarreikningi félagsins var hagnaður af reglubundinni starfsemi fyrir afskriftir og fjármagnsliði 1.7 milljarður. 25.4.2012 14:32
Viðsnúningur til hins verra hjá móðurfélagi Norðuráls Mikil viðsnúningur til hins verra hefur orðið á reksti Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls á Grundartanga, á fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 25.4.2012 09:15
Virði fasteigna N1 lækkaði um tvo milljarða á sex mánuðum Virði þeirra fasteigna sem hýsa starfsemi N1 rýrnaði um tæpa tvö milljarða króna á tæplega sex mánaða tímabili í lok árs 2011. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir það ár. 25.4.2012 08:00
Matarkarfan ódýrust í Bónus Matarkarfa Alþýðusambands Íslands reyndist vera ódýrust í Bónus þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverslunum og stórmörkuðum víðsvegar um landið síðastliðinn mánudag. 25.4.2012 13:50
Ekki áhugi á Perlunni Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir að sú niðurstaða að enginn þeirra sem bauð í Perluna hafi viljað kaupa hana án breytinga á lóðinni vera ákveðin skilaboð um að Perlan eins og sér sé ekki góð söluvara. 25.4.2012 13:02
Getum stytt okkur leið út úr gjaldeyrishöftunum Ísland gæti komið krónunni í skjól fram að upptöku evrunnar, einungis fáeinum mánuðum, eftir að við fengjum formlega aðild að Evrópusambandinu. Þetta segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í nýrri skýrslu um utanríkismál og aðildarviðræður við Evrópusambandið sem dreift hefur verið á Alþingi. 25.4.2012 11:02
Hættir við að kaupa Perluna Hópur sem hugðist kaupa Perluna ásamt meðfylgjandi lóð hefur ákveðiðað falla frá tilboði sínu. Ástæðan er sú að hópurinn telur að ekki hafi náðst að uppfylla fyrirvara sem voru gerðir við tiloðið. Hópurinn telur einsýnt að yfirvöld í Reykjavíkurborg ætli ekki að leyfa neinar framkvædir eða byggingar á lóð Perlunnar. Framkvæmdirnar hafi verið forsenda þess að hægt væri að greiða það kaupverð sem boðið var. Hópurinn hugðist reka heilsutengda ferðaþjónustu í tengslum við Perluna. 25.4.2012 10:06
Einfaldari aðgangur að fjárstýringu Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. 25.4.2012 10:00
Sædís Íva ráðin útibústjóri Arion banka á Selfossi Sædís Íva Elíasdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Arion banka á Selfossi. Sædis Íva mun jafnframt gegna stöðu svæðisstjóra Arion banka á Suðurlandi. 25.4.2012 09:38
Nauðasamningur gömlu Sjóvár orðinn endanlegur Nauðasamningsumleitunum SJ Eignarhaldsfélags, sem áður hét Sjóvá, lauk 3. apríl síðastliðinn. Því er nauðasamningur félagsins orðinn endanlegur. Í honum felst að kröfuhafar fá 7% af 12 milljarða króna kröfum sínum, eða rúmlega 800 milljónir króna. 25.4.2012 09:00