Viðskipti innlent

Steingrímur fundaði með forsvarsmönnum LÍÚ

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í gærkvöldi með forsvarsmönnum Landssambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ) og kynnti fyrir þeim inntakið í nýju frumvarpi er varðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Steingrímur vinnur nú að því að kynna frumvarpið fyrir hagsmunaaðilum, þar á meðal samtökum sjómanna og fiskvinnslustöðva.

Frumvarpið verður kynnt á blaðamannafundi í dag klukkan 16:00. Komið hefur fram að lagt verður upp með breytingar í þá veru að veiðigjald sem útgerðir greiða í ríkissjóð verður hækkað og að nýtingarheimildir til veiða verði til 20 ára með framlengingarákvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×