Viðskipti innlent

Jón Jónsson ætlar að fara yfir fjármálin

Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Jón Jónsson ætlar að fræða fermingarbörn og önnur ungmenni um fjármál í Arion banka í Borgartúni á morgun.

Jón er skynsamur maður og þegar kemur að peningum veit hann lengra en nef hans nær, eftir því sem segir í tilkynningu frá Arion. Um þrjú ár eru liðin síðan hann lauk námi sínu í hagfræði við Boston University. Með hagfræðimenntunina bakvið músíkalskt tóneyrað ætlar hann að ræða fjármál við fermingarbörn og önnur ungmenni í Arion banka.

Jón mun meðal annars ræða hvernig á að spara, hvernig maður velur og hafnar í neyslu og tengsl peninga við hamingju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×