Viðskipti innlent

Hagnaður Landsvaka 207 milljónir í fyrra

Hagnaður Landsvaka í fyrra nam 207 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi félagsins. Landsvaki rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði Landsbankans.

Í árslok nam heildarstærð sjóða í rekstri Landsvaka 61 milljarði króna samanborið við 53 milljarða í árslok 2010.

Eigið fé Landsvaka hf. í lok ársins nam 517 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall félagsins var 81,2% en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8% samkvæmt lögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×