Viðskipti innlent

Horn skilaði 10 milljarða hagnaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Horn, dótturfélag Landsbankans, skilaði 10,3 milljarða króna hagnaði á nýliðnu ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var í dag. Horn greiddi 19 milljarða króna til eiganda síns, Landsbankans á árinu. Annars vegar með 10 milljarða króna arðgreiðslu og hins vegar 9 milljarða með kaupum á eigin bréfum. Eigið fé Horns nam í árslok 23,6 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár var 41,5%. Horn er ein stærsta eign Landsbankans. Á meðal helstu fjárfestinga Horns er Intrum, Promens, Stoðir og Eyrir Invest. Þar til nýlega stóð til að Horn færi á markað, en þeim áformum hefur verið slegið á frest um sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×