Viðskipti innlent

Björgólfur Thor: Uppgjörið við hrunið er að mistakast

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.
„Helsti lærdómurinn af Landsdómi er að uppgjörið við hrunið er að mistakast. Þau sakamál sem eru til umfjöllunar hjá sérstökum saksóknara eða eru komin fyrir héraðsdóm eru afmörkuð og munu ekki svara spurningum um það hvar Íslendingar sem þjóð og samfélag misstigu sig." Þetta segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og fyrrum kjöfestueigandi hlutafjár í Landsbankanum og Straumi, í bloggfærslu á vefsíðu sinni, btb.is.

Björgólfur fjallar í færslunni um Landsdómsmálið og hvernig það kemur honum fyrir sjónir. Hann segir það í meginatriðum staðfesta þrennt.

Þegar á reyndi, við afar erfiðar aðstæður á alþjóðamörkuðum, hafi það verið mikil stærð bankakerfisins miðað við baklandið sem hafi orðið bönkunum að falli. Þá hafi lítið verið hægt að gera til þess að hindra fall bankanna frá 2006/2007, og að stórir þættir er tengjast ýmsu því sem gerðist í aðdraganda hrunsins séu enn vanreifaðir, þrátt fyrir allt. „Engin greining eða mat liggur fyrir um hvernig ýmis einkenni fjármálakerfisins á Íslandi, eins og t.d. krosseignatengsl og lánveitingar til hlutabréfakaupa, áttu þátt í hruninu eða tapi ríkissjóðs eða þá almennings," segir meðal annars orðrétt í bloggfærslunni.

Sjá má bloggfærsluna í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×